Bíó og sjónvarp

Frumsýning á Vísi: Ógnvekjandi atriði úr Grafir og bein

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir frumsýnir í dag ógnvekjandi atriði úr íslenska sálfræðitryllinum Grafir & Bein en myndin verður frumsýnd á morgun.

Myndin fjallar um hjónin Gísla og Sonju sem missa dóttur sína Dagbjörtu og þá er veröldinni kippt undan þeim. Þegar Sigurður, bróðir Gísla, og kona hans deyja ákveða Gísli og Sonja að taka dóttur þeirra, Perlu, í fóstur. Þau sækja hana í afskekktu húsi og þá fara undarlegir hlutir að gerast.

Anton Sigurðsson er handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar en þetta er hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd.

Í aðalhlutverkum eru Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson.


Tengdar fréttir

Fjölskylduhrollvekja

Íslensk hrollvekjumynd verður frumsýnd í sumar. Mikil tenging er á milli aðstandenda myndarinnar.

Tengjum við draugamyndir

Hrollvekjan Grafir og bein verður frumsýnd í lok mánaðar. Fyrsta draugamyndin í einhvern tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×