Besti Skylanders-leikurinn til þessa Tinni Sveinsson skrifar 25. október 2014 10:00 Erkióvinurinn Kaos snýst óvænt í lið með góðu öflunum en er þó ekki allur þar sem hann er séður frekar en fyrri daginn. Skylanders: Trap Team Ævintýraleikur Spilaður á Wii U Skylanders er meðal best heppnuðu tölvuleikjaseríum síðustu ára. Fyrsti leikurinn kom út árið 2011 og var fyrsti tölvuleikurinn í sögunni sem kynnti til sögunnar tækni sem lætur raunveruleg leikföng lifna við í tölvuleiknum. Með hverjum leik eru gefin út um fimmtíu mismunandi leikföng, svokallaðir Skylander-kallar, sem ungir spilarar keppast við að safna. Þetta hefur leitt til þess að í lok síðasta árs höfðu selst yfir 175 milljónir leikföng tengd Skylanders. Serían komst þar með á topp 20 listann yfir gróðahæstu tölvuleikjaseríur allra tíma. Það skyldi því engan undra að aðrir, þar á meðal Disney, skyldu líkja eftir formúlunni með svipuðum leikjum. Trap Team er fjórði Skylanders-leikurinn og sá besti til þessa. Sem fyrr er hugmyndaauðgi í persónusköpun aðalsmerkið og eru fjölmargar skemmtilegar persónur kynntar til sögunnar, nánar tiltekið um 60 Skylander-kallar sem hægt er að safna og um 40 óvinir. Eins og sjá má er persónugalleríið í Skylanders: Trap Team ekkert smáræði.Fyrirtækið Activision framleiðir leikina og hefur með hverjum leik kynnt nýjung til sögunnar. Að þessu sinni er hún mjög snjöll, gildrur sem komið er fyrir á hliðinu sem tengt er við tölvuna til að skipta um Skylander-kalla. Þetta gerir það að verkum að í hvert sinn sem óvinur er sigraður er hægt að fanga hann í gildru og spila hann seinna í leiknum. Þetta þykir ungum spilurum vitanlega mjög spennandi, enda er ekki minna lagt í persónusköpun óvina en þeirra góðu. Þetta reynist líka vera bráðfyndið þar sem lítill hátalari er á hliðinu þar sem óvinirnir gjamma og segja brandara í takt við það sem er að gerast í leiknum. Á mínu heimili slógu grjótharði þungarokksúlfurinn Wolfgang og kvartandi gelgjan Dreamcatcher hvað mest í gegn. Tveir Skylander-kallar og tvær gildrur fylgja með startpakkanum. Best er að festa einnig kaup á hinum sex gildrunum sem til eru til að njóta leiksins. Það fer síðan eftir hverjum og einum hvort eða hversu hratt söfnun Skylander-kallanna fer fram. Eins og þeir foreldrar sem til þekkja vita geta töluverð útgjöld fylgt leikjunum. Það er þó hægt að stilla þeim í hóf en það verða eflaust einhverjir Skylander-kallar í jólapökkunum hjá söfnurunum. Leikurinn sjálfur er litríkur og fullur af fjöri. Ég spilaði hann með tíu ára syni mínum og skemmtum við okkur konunglega. Hann er Skylander-fræðingur mikill og er sammála því að þetta sé besti leikurinn til þessa. Sögusviðið er sem fyrr Skýjalönd þar sem flakkað er á milli staða og jafnvel í tíma til að vinna bug á óvinum og koma í veg fyrir ráðabrugg þeirra. Leikurinn býður kannski ekki upp á miklar framfarir í spilun frá fyrri leikjum í seríunni. Er í raun ósköp hefðbundinn platform-leikur. Grafíkin er aftur á móti skemmtileg og það eru persónurnar sem eiga sviðið, bæði þær góðu og vondu. Ef leitað er að skemmtilegum og hugmyndaríkum fjölskylduleik þá mæli ég hiklaust með Skylanders Trap Team. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Skylanders: Trap Team Ævintýraleikur Spilaður á Wii U Skylanders er meðal best heppnuðu tölvuleikjaseríum síðustu ára. Fyrsti leikurinn kom út árið 2011 og var fyrsti tölvuleikurinn í sögunni sem kynnti til sögunnar tækni sem lætur raunveruleg leikföng lifna við í tölvuleiknum. Með hverjum leik eru gefin út um fimmtíu mismunandi leikföng, svokallaðir Skylander-kallar, sem ungir spilarar keppast við að safna. Þetta hefur leitt til þess að í lok síðasta árs höfðu selst yfir 175 milljónir leikföng tengd Skylanders. Serían komst þar með á topp 20 listann yfir gróðahæstu tölvuleikjaseríur allra tíma. Það skyldi því engan undra að aðrir, þar á meðal Disney, skyldu líkja eftir formúlunni með svipuðum leikjum. Trap Team er fjórði Skylanders-leikurinn og sá besti til þessa. Sem fyrr er hugmyndaauðgi í persónusköpun aðalsmerkið og eru fjölmargar skemmtilegar persónur kynntar til sögunnar, nánar tiltekið um 60 Skylander-kallar sem hægt er að safna og um 40 óvinir. Eins og sjá má er persónugalleríið í Skylanders: Trap Team ekkert smáræði.Fyrirtækið Activision framleiðir leikina og hefur með hverjum leik kynnt nýjung til sögunnar. Að þessu sinni er hún mjög snjöll, gildrur sem komið er fyrir á hliðinu sem tengt er við tölvuna til að skipta um Skylander-kalla. Þetta gerir það að verkum að í hvert sinn sem óvinur er sigraður er hægt að fanga hann í gildru og spila hann seinna í leiknum. Þetta þykir ungum spilurum vitanlega mjög spennandi, enda er ekki minna lagt í persónusköpun óvina en þeirra góðu. Þetta reynist líka vera bráðfyndið þar sem lítill hátalari er á hliðinu þar sem óvinirnir gjamma og segja brandara í takt við það sem er að gerast í leiknum. Á mínu heimili slógu grjótharði þungarokksúlfurinn Wolfgang og kvartandi gelgjan Dreamcatcher hvað mest í gegn. Tveir Skylander-kallar og tvær gildrur fylgja með startpakkanum. Best er að festa einnig kaup á hinum sex gildrunum sem til eru til að njóta leiksins. Það fer síðan eftir hverjum og einum hvort eða hversu hratt söfnun Skylander-kallanna fer fram. Eins og þeir foreldrar sem til þekkja vita geta töluverð útgjöld fylgt leikjunum. Það er þó hægt að stilla þeim í hóf en það verða eflaust einhverjir Skylander-kallar í jólapökkunum hjá söfnurunum. Leikurinn sjálfur er litríkur og fullur af fjöri. Ég spilaði hann með tíu ára syni mínum og skemmtum við okkur konunglega. Hann er Skylander-fræðingur mikill og er sammála því að þetta sé besti leikurinn til þessa. Sögusviðið er sem fyrr Skýjalönd þar sem flakkað er á milli staða og jafnvel í tíma til að vinna bug á óvinum og koma í veg fyrir ráðabrugg þeirra. Leikurinn býður kannski ekki upp á miklar framfarir í spilun frá fyrri leikjum í seríunni. Er í raun ósköp hefðbundinn platform-leikur. Grafíkin er aftur á móti skemmtileg og það eru persónurnar sem eiga sviðið, bæði þær góðu og vondu. Ef leitað er að skemmtilegum og hugmyndaríkum fjölskylduleik þá mæli ég hiklaust með Skylanders Trap Team.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira