Viðskipti erlent

Þrívíddarprentaðar skammbyssur vekja athygli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þetta er fyrsta þrívíddarprentaða skammbyssan. Myndin er skjáskot af síðu Solid Concepts.
Þetta er fyrsta þrívíddarprentaða skammbyssan. Myndin er skjáskot af síðu Solid Concepts.
Bandaríska fyrirtækið Solid Concepts, sem sérhæfir sig í þrívíddarprentun úr málmi, hefur kynnt sína aðra þrívíddarprentuðu skammbyssu. Í fyrra prentaði fyrirtækið sína fyrstu byssu í þrívídd.

Báðar byssurnar voru gerðar með því að bræða málmduft með leysi. Fyrirtækið hefur þróað nokkuð góða byssu og er byssan nú mun fullkomnari tæknilega en sú sem prentuð var í fyrra.

Nokkuð hefur verið um þrívíddarprentaðar plastbyssur en þær sem prentaðar eru úr málmi eru mun traustari og öruggari til að skjóta úr. Til að mynda hefur verið skotið úr fyrstu þrívíddarprentuðu byssunni að minnsta kosti 5000 sinnum. Sú byssa kostar 11.900 Bandaríkjadala en nýrri týpan hefur ekki en verið verðlögð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×