Spánverjar og Þjóðverjar sýna Brynhildi áhuga Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2014 20:00 Reffileg Brynhildur. mynd/eva rut hjaltadóttir „Tilfinningin er vægast sagt góð. Eftir langt og strangt ferli tókst þetta loks á endanum. Ég er mjög ánægð með útkomuna, allt frá tónlistinni, mixi, masteringu og útlitinu á disknum,“ segir Brynhildur Oddsdóttir, söngkona og gítarleikari hljómsveitarinnar Beebee and the Bluebirds. Sveitin fagnar nú útkomu sinnar fyrstu plötu sem ber nafnið Burning Heat. Brynhildur gefur plötuna út í eigin nafni, sem hún segir æ algengara meðal íslenskra tónlistarmanna. „Þessa dagana eru margir allt í öllu og sumir tónlistarmenn spila jafnvel inn öll hljóðfæri, mixa og mastera og gefa út sjálfir. Sjálf hef ég her góðra manna og kvenna með mér en plötuna gef ég út sjálf. Við tókum upp nokkur lög haustið 2012, héldum áfram 2013 og settum loks punktinn yfir i-ið í sumar svo þetta hefur tekið okkur um tvö ár.“ Á plötu Beebee and the Bluebirds má finna fjölbreytt lög, eðalpopp með blús- og jazzáhrifum. „Við munum fylgja plötunni eftir á næstunni, kíkja á landsbyggðina og stefnum á að halda erlendis á næsta ári. Tónlistinni okkar hefur verið sýndur mikill áhugi á Spáni og Þýskalandi og það verður gaman að troða upp fyrir erlenda aðdáendur. Næstu tónleikarnir okkar á Íslandi verða nokkrir off-venue tónleikar á Iceland Airwaves, þar á meðal spennandi tónleikar á ION hóteli þann 8. nóvember,“ segir Brynhildur glöð í bragði en myndband við lag Brynhildar er nú í þriðja sæti á vefsíðunni The Independent Music Source. Airwaves Tónlist Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Tilfinningin er vægast sagt góð. Eftir langt og strangt ferli tókst þetta loks á endanum. Ég er mjög ánægð með útkomuna, allt frá tónlistinni, mixi, masteringu og útlitinu á disknum,“ segir Brynhildur Oddsdóttir, söngkona og gítarleikari hljómsveitarinnar Beebee and the Bluebirds. Sveitin fagnar nú útkomu sinnar fyrstu plötu sem ber nafnið Burning Heat. Brynhildur gefur plötuna út í eigin nafni, sem hún segir æ algengara meðal íslenskra tónlistarmanna. „Þessa dagana eru margir allt í öllu og sumir tónlistarmenn spila jafnvel inn öll hljóðfæri, mixa og mastera og gefa út sjálfir. Sjálf hef ég her góðra manna og kvenna með mér en plötuna gef ég út sjálf. Við tókum upp nokkur lög haustið 2012, héldum áfram 2013 og settum loks punktinn yfir i-ið í sumar svo þetta hefur tekið okkur um tvö ár.“ Á plötu Beebee and the Bluebirds má finna fjölbreytt lög, eðalpopp með blús- og jazzáhrifum. „Við munum fylgja plötunni eftir á næstunni, kíkja á landsbyggðina og stefnum á að halda erlendis á næsta ári. Tónlistinni okkar hefur verið sýndur mikill áhugi á Spáni og Þýskalandi og það verður gaman að troða upp fyrir erlenda aðdáendur. Næstu tónleikarnir okkar á Íslandi verða nokkrir off-venue tónleikar á Iceland Airwaves, þar á meðal spennandi tónleikar á ION hóteli þann 8. nóvember,“ segir Brynhildur glöð í bragði en myndband við lag Brynhildar er nú í þriðja sæti á vefsíðunni The Independent Music Source.
Airwaves Tónlist Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira