Veiðisumarið 2014 fer í bækurnar sem eitt það lakasta í heildarveiði þrátt fyrir að margar árnar á norðurlandi hafi átt góðu gengi að fagna. Veiðin var sýnu verst á vesturlandi og nokkrar ár þar til að mynda Langá, Hítará, Grímsá, Laxá í Kjós, Álftá, Andakílsá, Norðurá, Laxá í Dölum og nokkrar til viðbótar hafi átt sín lélegustu ár frá 1975 þegar núverandi form veiðiskráninga hófst. Ef listinn er skoðaður eru samanburðartölurnar frá metsumrinu 2013 og gefa þess vegna ekki alveg rétta mynd af niðursveiflunni. Laxá á Ásum, Blanda og Miðfjarðará eru til að mynda að skila góðri veiði í sumar og þar á bæ var meira af tveggja ára laxi en í meðalári. 60-70% hlutfall tveggja ára laxa er til að mynda ekki óalgengt í veiðibókumá norðurlandi og sama var upp í Þverá og Kjarrá. Það stefnir í að það verði aðeins ein á sem á möguleika á að fara í 3000 laxa og það er Ytri Rangá en veiðin í henni síðustu daga hefur verið ágæt og dæmi um að veiðimenn fari heim með 10 laxa eftir daginn sem er þó farinn að styttast vel vegna sólarleysis. Topp 10 listinn er hér fyrir neðan og listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Veiðivatn | Dagsetning | Heildarveiði | Stangir | Veiði 2013 |
Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki. | 9. 10. 2014 | 2905 | 20 | 5461 |
Eystri-Rangá | 8. 10. 2014 | 2479 | 18 | 4797 |
Blanda | 1. 10. 2014 | Lokatölur 1931 | 14 | 2611 |
Miðfjarðará | 1. 10. 2014 | Lokatölur 1694 | 10 | 3667 |
Þverá + Kjarará | 17. 9. 2014 | Lokatölur 1195 | 14 | 3373 |
Laxá á Ásum | 24. 9. 2014 | Lokatölur 1006 | 2 | 1062 |
Selá í Vopnafirði | 1. 10. 2014 | Lokatölur 1004 | 7 | 1664 |
Norðurá | 17. 9. 2014 | Lokatölur 924 | 15 | 3351 |
Stóra-Laxá | 1. 10. 2014 | Lokatölur 882 | 10 | 1776 |
Laxá í Aðaldal | 1. 10. 2014 | Lokatölur 849 | 18 | 1009 |