Audi TT auglýsing tekin á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 12:51 Audi er um þessar mundir að kynna nýja kynslóð TT bílsins og notaði Ísland sem bakgrunn í mögnuðu myndskeiði til að kynna gripinn. Það er reyndar Audi TTS Coupe sem notaður er í kynningarmyndskeiðinu og kemur hann svífandi frá geimnum og lendir svo á gríðarstórum lendingarpalli í ægifögru íslensku landslagi og brunar svo áfram á flottum malbikuðum vegi sem liggur um íslenskt hraun. Í upphafi myndskeiðsins sést á miðju mælaborði bílsins, þar sem leiðsögukerfi bílsins er, að áfangastaðurinn er Ísland og mynd af landinu fríða fyllir út í skjáinn. Íslenska fyrirtækið True North kom að framleiðslu myndskeiðsins og ekki er að sjá annað en að þeir hafi staðið sig vel sem fyrr. Bílar video Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent
Audi er um þessar mundir að kynna nýja kynslóð TT bílsins og notaði Ísland sem bakgrunn í mögnuðu myndskeiði til að kynna gripinn. Það er reyndar Audi TTS Coupe sem notaður er í kynningarmyndskeiðinu og kemur hann svífandi frá geimnum og lendir svo á gríðarstórum lendingarpalli í ægifögru íslensku landslagi og brunar svo áfram á flottum malbikuðum vegi sem liggur um íslenskt hraun. Í upphafi myndskeiðsins sést á miðju mælaborði bílsins, þar sem leiðsögukerfi bílsins er, að áfangastaðurinn er Ísland og mynd af landinu fríða fyllir út í skjáinn. Íslenska fyrirtækið True North kom að framleiðslu myndskeiðsins og ekki er að sjá annað en að þeir hafi staðið sig vel sem fyrr.
Bílar video Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent