Fékk 92 cm lax í Varmá á Þýska snældu Karl Lúðvíksson skrifar 15. október 2014 10:15 Ómar Smári Óttarsson með 92 laxinn sem hann veiddi í Varmá Veiðitímabilið er ekki búið ennþá en það er rétt vika eftir af veiðitímanum í þeim ám sem eru ennþá opnar og ein af þeim er Varmá en þar eru ennþá að veiðast stórfiskar. Ómar Smári Óttarsson gerði góða ferð í ánna í fyrradag en þar náði hann að setja í og landa laxi sem mældist 92 cm að lengd og er líklega um 16-18 pund. "Ég kastaði ì Reykjarfoss og bjòst ég nù ekki við að fà fisk þar en bara ì fyrsta kasti var tekið og auðvitað þýska snældu eins og alltaf ì Varmà" sagði Ómar og bætti við "Ég vissi strax að þetta var stòr fiskur því hann var bara à botninum og það var bara verið að toga. Ég var með Cortland stöng fyrir lìnu 5 og hùn var alveg boginn ì drasl. Þetta var bara tog og labbaði ég bara fram og til baka um hylinn. Và hugsaði ég og djöfull var hann sterkur þegar ég sà hann koma upp missti ég andlitið ég hef aldrei sett ì svona stòrann fisk sìðan endaði ég með að nà honum à land 92cm kvikindi" sagði Ómar og var kampakátur með afrekið. Þetta er samkvæmt okkar bestu heimildum einn stærsti fiskurinn úr ánni í sumar. Ennþá eru stangir lausar í Varmá fyrir þá sem vilja klára sumarið á fallegum haustdögum en lausa daga má finna á vef SVFR á www.svfr.is Stangveiði Mest lesið Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Fiskvegur í Jökulsá á Dal Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði
Veiðitímabilið er ekki búið ennþá en það er rétt vika eftir af veiðitímanum í þeim ám sem eru ennþá opnar og ein af þeim er Varmá en þar eru ennþá að veiðast stórfiskar. Ómar Smári Óttarsson gerði góða ferð í ánna í fyrradag en þar náði hann að setja í og landa laxi sem mældist 92 cm að lengd og er líklega um 16-18 pund. "Ég kastaði ì Reykjarfoss og bjòst ég nù ekki við að fà fisk þar en bara ì fyrsta kasti var tekið og auðvitað þýska snældu eins og alltaf ì Varmà" sagði Ómar og bætti við "Ég vissi strax að þetta var stòr fiskur því hann var bara à botninum og það var bara verið að toga. Ég var með Cortland stöng fyrir lìnu 5 og hùn var alveg boginn ì drasl. Þetta var bara tog og labbaði ég bara fram og til baka um hylinn. Và hugsaði ég og djöfull var hann sterkur þegar ég sà hann koma upp missti ég andlitið ég hef aldrei sett ì svona stòrann fisk sìðan endaði ég með að nà honum à land 92cm kvikindi" sagði Ómar og var kampakátur með afrekið. Þetta er samkvæmt okkar bestu heimildum einn stærsti fiskurinn úr ánni í sumar. Ennþá eru stangir lausar í Varmá fyrir þá sem vilja klára sumarið á fallegum haustdögum en lausa daga má finna á vef SVFR á www.svfr.is
Stangveiði Mest lesið Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Fiskvegur í Jökulsá á Dal Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði