Tónlist

Júníus, Vök og Karin frumflytja nýtt efni á netinu

Síðan var sett í loftið til að hita upp fyrir Iceland Airwaves.
Síðan var sett í loftið til að hita upp fyrir Iceland Airwaves.
Júníus Meyvant, Vök og Young Karin frumflytja efni á nýjum vef, sem Landsbankinn setti í loftið til að hita upp fyrir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves, sem nálgast óðfluga.

Airwaves fer fram dagana 5. til 9. nóvember og hefur aldrei verið umfangsmeiri en í ár. Júníus Meyvant, Vök og Young Karin koma öll fram á hátíðinni en Landsbankinn hefur einnig fengið þau til liðs við sig til að koma fram á off-venue tónleikum í aðalútibúi bankans við Austurstræti laugardaginn 8. nóvember.

Í tilefni af því gerði bankinn flottan vef með sveitunum þar sem finna má ný lög, eldri lög í nýjum búningum og viðtöl. Vefinn er að finna á slóðinni landsbankinn.is/icelandairwaves.

„Tilgangurinn er að gefa forsmekk að stærstu tónlistarhátíð ársins og dæmi um þá miklu grósku sem er að finna í íslensku tónlistarlífi. Landsbankinn og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gerðu nýlega með sér tveggja ára samstarfssamning sem felur í sér að bankinn verður einn af helstu bakhjörlum hátíðarinnar. Landsbankinn vill í tilefni þess styðja við bakið á ungu tónlistarfólki og er það liður í þeirri stefnu bankans að sinna samfélagslegri ábyrgð sinni á virkan hátt og styðja við listir og menningu í landinu,“ segir í tilkynningu.

Hér fyrir neðan má sjá eitt myndbandanna sem tekið var upp fyrir síðuna. Þar flytur Júníus Meyvant lagið Color Decay, sem naut mikilla vinsælda hér á landi í sumar og hefur einnig vakið lukku utan landsteina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.