Bíó og sjónvarp

Segir mynd um heyrnarlausa bylta kvikmyndaforminu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Atriði úr myndinni.
Atriði úr myndinni.
Kvikmyndin The Tribe (Plemya) verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Myndin, sem er úkraínsk, fjallar um heyrnalausan ungling sem fer í heimavistarvistaskóla fyrir heyrnalausa og gengst þar inn í framandi samfélag. Hann verður ástfanginn af einum meðlimi hópsins og fellur smátt og smátt í þá gryfju að brjóta allar þær óskrifuðu reglur sem hópurinn hefur sett sér.

Myndin er fyrsta kvikmynd í fullri lengd í leikstjórn Myroslav Slaboshpytskiy en hún sópaði að sér verðlaunum á gagnrýnendaviku kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Myndin er án tals og er eingöngu talað táknmál í myndinni.

Myndin hefur verið margverðlaunuð fyrir einstakan kvikmyndastíl, meðal annars á Cannes kvikmyndahátíðinni, en myndin þykir fanga á einstakan hátt veröld heyrnalausra.  

Leikstjórinn Darren Aronofsky sá ástæðu til þess að lofa myndina á Twitter síðu sinni. Þar sparaði hann ekki stóru orðin:

„Búmm! Eins og hendi sé veifað, verður kvikmyndaformið aldrei samt eftir að þú hefur séð  The Tribe eftir Myroslav Slaboshpytskiy.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×