Leita að Íslendingum sem spila á japanska flautu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. október 2014 13:47 Strákarnir í Major Pink. „Við erum að reyna að gera eitthvað nýtt. Við vildum bæta einhverju við tónlistina til að gera þetta áhugavert,“ segir Gunnar Ingi. Hann skipar hljómsveitina Major Pink ásamt Daníeli Guðnasyni en Major Pink er meira en bara nafn á hljómsveit. „Major Pink er sögupersóna, gamall hermaður sem fer út í tónlist til að betrumbæta tónlistarheiminn. Á þeim tíma sem hann lifir er heimurinn að fara til fjandans eftir kjarnorkustríð og tónlist er eina sem eftir er,“ segir Daníel. Þeir Gunnar Ingi eru búnir að vera vinir síðan þeir voru átta ára en eru 21 árs í dag. „Við stofnuðum hljómsveit í 9. bekk í grunnskóla sem hét Major Pink Disaster sem þróaðist út í þessa hljómsveit. Við erum búnir að vera að semja lögin sjálfir síðan árið 2012 og erum alltaf með bassa- og gítarleikara með okkur þegar við spilum á tónleikum.“ Sveitin gaf nýverið frá sér lagið It‘s Gonne Be Alright, til að fylgja eftir laginu Hope sem var afar vinsælt í sumar. Ef hlustað er vel á nýja lagið eftir flautuhljóðum í laginu má heyra spilað á japönsku flautuna okarinu sem margir þekkja úr tölvuleiknum Zelda. Af hverju ákváðu drengirnir að nota okarinu í laginu? „Zelda er uppáhaldstölvuleikurinn okkar og við spiluðum hann alla okkar æsku. Í þeim tölvuleik er þetta hljóðfæri í forgrunni og við tengdum mikið við þetta. Við keyptum okkur okarinu á eBay og erum að læra á þetta hljóðfæri sjálfir,“ segir Gunnar Ingi en þeir Daníel leita nú að okarinuleikurum. „Við höfum ekki hugmynd um hvort það eru einhverjir okarinuleikarar á landinu. Okkur langar að setja saman okarinusveit á tónleikum hjá okkur. Við viljum fá eins marga okarinuleikara og við getum,“ bætir Gunnar Ingi við en áhugasamir okarinuleikarar geta haft samband við tónlistarmennina í gegnum Facebook eða á tölvupóstfangið majorpinkband@gmail.com. Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við erum að reyna að gera eitthvað nýtt. Við vildum bæta einhverju við tónlistina til að gera þetta áhugavert,“ segir Gunnar Ingi. Hann skipar hljómsveitina Major Pink ásamt Daníeli Guðnasyni en Major Pink er meira en bara nafn á hljómsveit. „Major Pink er sögupersóna, gamall hermaður sem fer út í tónlist til að betrumbæta tónlistarheiminn. Á þeim tíma sem hann lifir er heimurinn að fara til fjandans eftir kjarnorkustríð og tónlist er eina sem eftir er,“ segir Daníel. Þeir Gunnar Ingi eru búnir að vera vinir síðan þeir voru átta ára en eru 21 árs í dag. „Við stofnuðum hljómsveit í 9. bekk í grunnskóla sem hét Major Pink Disaster sem þróaðist út í þessa hljómsveit. Við erum búnir að vera að semja lögin sjálfir síðan árið 2012 og erum alltaf með bassa- og gítarleikara með okkur þegar við spilum á tónleikum.“ Sveitin gaf nýverið frá sér lagið It‘s Gonne Be Alright, til að fylgja eftir laginu Hope sem var afar vinsælt í sumar. Ef hlustað er vel á nýja lagið eftir flautuhljóðum í laginu má heyra spilað á japönsku flautuna okarinu sem margir þekkja úr tölvuleiknum Zelda. Af hverju ákváðu drengirnir að nota okarinu í laginu? „Zelda er uppáhaldstölvuleikurinn okkar og við spiluðum hann alla okkar æsku. Í þeim tölvuleik er þetta hljóðfæri í forgrunni og við tengdum mikið við þetta. Við keyptum okkur okarinu á eBay og erum að læra á þetta hljóðfæri sjálfir,“ segir Gunnar Ingi en þeir Daníel leita nú að okarinuleikurum. „Við höfum ekki hugmynd um hvort það eru einhverjir okarinuleikarar á landinu. Okkur langar að setja saman okarinusveit á tónleikum hjá okkur. Við viljum fá eins marga okarinuleikara og við getum,“ bætir Gunnar Ingi við en áhugasamir okarinuleikarar geta haft samband við tónlistarmennina í gegnum Facebook eða á tölvupóstfangið majorpinkband@gmail.com.
Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira