Stórmyndin sem floppaði í bíó Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2014 14:30 Kvikmyndin The Shawshank Redemption gerði afar lítið í miðasölu vestan hafs þegar hún var frumsýnd þann 23. september árið 1994, fyrir sléttum tuttugu árum. Fangelsisdramað náði níunda sæti yfir tekjuhæstu myndirnar á frumsýningarhelginni og lenti aðeins rétt fyrir ofan Quiz Show með Robert Redford í aðalhlutverki en sú mynd var búin að vera í sýningu í fimm vikur á þeim tíma. Miðasölutekjurnar náðu varla að dekka kostnað myndarinnar en þrátt fyrir að kvikmyndahúsagestir tækju ekkert sérstaklega vel í myndina, sem leikstýrt er af Frank Darabont, var hún tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna.Tim Robbins og Morgan Freeman í hlutverkum sínum.Myndin er byggð á Rita Hayworth and Shawshank Redemption, stuttri skáldsögu eftir Stephen King, sem á þessum tíma var hvað þekktastur fyrir að skrifa spennu- og hryllingssögur. Frank Darabont hafði áhyggjur af því að áhorfendur myndu halda að myndin fjallaði um Ritu Hayworth ef hann héldi titlinum og því stytti hann hann í The Shawshank Redemption. Einn af aðalleikurum myndarinnar, Morgan Freeman, heldur því hins vegar fram að það sé titli myndarinnar að kenna að hún hafi ekki gengið vel í kvikmyndahúsum. Þeir sem hafa séð myndina ættu að kannast við söguþráðinn en hún fjallar um Andy Dufresne, sem Tim Robbins túlkar, en hann dúsir í nítján ár í Shawshank-fangelsinu fyrir að drepa eiginkonu sína og elskhuga hennar þrátt fyrir að hann haldi því fram að hann sé saklaus. Í fangelsinu vingast hann við Ellis Boyd „Red“ Redding, fanga sem leikinn er af Morgan Freeman.The Shawshank Redemption á toppnum.Eftir að myndin floppaði í bíó tók Warner Brothers glæfralega ákvörðun og pantaði 320 eintök af myndinni á VHS-spólum. Áhættan borgaði sig og spólan var sú mest leigða í Bandaríkjunum árið 1995. Í dag er hún einnig metsölumynd á DVD og Blu-ray. The Shawshank Redemption hefur einnig haldið toppsætinu á lista IMDb yfir 250 bestu myndir allra tíma að mati notenda síðunnar í fjölmörg ár. Á listanum eru meistaraverk á borð við The Godfather, The Good the Bad and the Ugly og It's a Wonderful Life. Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin The Shawshank Redemption gerði afar lítið í miðasölu vestan hafs þegar hún var frumsýnd þann 23. september árið 1994, fyrir sléttum tuttugu árum. Fangelsisdramað náði níunda sæti yfir tekjuhæstu myndirnar á frumsýningarhelginni og lenti aðeins rétt fyrir ofan Quiz Show með Robert Redford í aðalhlutverki en sú mynd var búin að vera í sýningu í fimm vikur á þeim tíma. Miðasölutekjurnar náðu varla að dekka kostnað myndarinnar en þrátt fyrir að kvikmyndahúsagestir tækju ekkert sérstaklega vel í myndina, sem leikstýrt er af Frank Darabont, var hún tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna.Tim Robbins og Morgan Freeman í hlutverkum sínum.Myndin er byggð á Rita Hayworth and Shawshank Redemption, stuttri skáldsögu eftir Stephen King, sem á þessum tíma var hvað þekktastur fyrir að skrifa spennu- og hryllingssögur. Frank Darabont hafði áhyggjur af því að áhorfendur myndu halda að myndin fjallaði um Ritu Hayworth ef hann héldi titlinum og því stytti hann hann í The Shawshank Redemption. Einn af aðalleikurum myndarinnar, Morgan Freeman, heldur því hins vegar fram að það sé titli myndarinnar að kenna að hún hafi ekki gengið vel í kvikmyndahúsum. Þeir sem hafa séð myndina ættu að kannast við söguþráðinn en hún fjallar um Andy Dufresne, sem Tim Robbins túlkar, en hann dúsir í nítján ár í Shawshank-fangelsinu fyrir að drepa eiginkonu sína og elskhuga hennar þrátt fyrir að hann haldi því fram að hann sé saklaus. Í fangelsinu vingast hann við Ellis Boyd „Red“ Redding, fanga sem leikinn er af Morgan Freeman.The Shawshank Redemption á toppnum.Eftir að myndin floppaði í bíó tók Warner Brothers glæfralega ákvörðun og pantaði 320 eintök af myndinni á VHS-spólum. Áhættan borgaði sig og spólan var sú mest leigða í Bandaríkjunum árið 1995. Í dag er hún einnig metsölumynd á DVD og Blu-ray. The Shawshank Redemption hefur einnig haldið toppsætinu á lista IMDb yfir 250 bestu myndir allra tíma að mati notenda síðunnar í fjölmörg ár. Á listanum eru meistaraverk á borð við The Godfather, The Good the Bad and the Ugly og It's a Wonderful Life.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira