Vantar bara 10 laxa uppá að árið verði annað besta Karl Lúðvíksson skrifar 26. september 2014 10:49 Einn af stórlöxunum úr Húseyjakvísl í sumar Mynd: Mokveiðifélagið Veiðin í Húseyjakvísl er búin að vera mjög góð í sumar og veiðimenn sem hafa átt daga í ánni landað mikið af vænum laxi. Samtals eru komnir 260 laxar en ekki hafa fengist staðfestar tölur um veidda sjóbirtinga en frá því í vor hefur mikið veiðst af vænum birting í ánni. Laxinn hefur líka verið mjög vænn í sumar og það er það sem á eftir að toga veiðimenn í ánna á komandi sumri enda er staðan þannig hjá leigutaka að veiðimenn gætu þurft að fara á biðlista til að komast í ánna svo þeir sem hafa hug á því að veiða þarna á næsta ári þurfa að bóka sína daga fljótlega. Síðasti veiðidagurinn er í dag og það vantar aðeins 10 laxa uppá að árið í ár verði það næstbesta í ánni en þó það náist ekki er árangur sumarsins miklu betri en menn reiknuðu með þegar ljóst var að smálaxinn myndi vanta á landsvísu. Það kom þó ekki að sök í Húseyjakvísl því hlutfall stórlaxa er með eindæmum gott í sumar og ef smálaxinn hefði mætt í sama mæli og á venjulegu ári er líklegt að áin hefði farið yfir bestu veiðina sína. Stangveiði Mest lesið Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði
Veiðin í Húseyjakvísl er búin að vera mjög góð í sumar og veiðimenn sem hafa átt daga í ánni landað mikið af vænum laxi. Samtals eru komnir 260 laxar en ekki hafa fengist staðfestar tölur um veidda sjóbirtinga en frá því í vor hefur mikið veiðst af vænum birting í ánni. Laxinn hefur líka verið mjög vænn í sumar og það er það sem á eftir að toga veiðimenn í ánna á komandi sumri enda er staðan þannig hjá leigutaka að veiðimenn gætu þurft að fara á biðlista til að komast í ánna svo þeir sem hafa hug á því að veiða þarna á næsta ári þurfa að bóka sína daga fljótlega. Síðasti veiðidagurinn er í dag og það vantar aðeins 10 laxa uppá að árið í ár verði það næstbesta í ánni en þó það náist ekki er árangur sumarsins miklu betri en menn reiknuðu með þegar ljóst var að smálaxinn myndi vanta á landsvísu. Það kom þó ekki að sök í Húseyjakvísl því hlutfall stórlaxa er með eindæmum gott í sumar og ef smálaxinn hefði mætt í sama mæli og á venjulegu ári er líklegt að áin hefði farið yfir bestu veiðina sína.
Stangveiði Mest lesið Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði