Honda Civic Type R í París Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2014 15:02 Honda Civic Type R er reffilegur að sjá. Honda hefur ekki framleitt kraftaköggulinn Civic Type R frá því árið 2010, en hann er aftur að koma á markað í byrjun næsta árs eftir 5 ára framleiðsluhlé. Honda ætlar að sýna almenningi bílinn á bílasýningunni í París í þessari viku. Nýr Honda Civic Type R verður að sögn Honda manna „meira“ en 276 hestöfl sem fást úr fjögurra strokka og 2,0 lítra vél með forþjöppu. Það markar viss tímamót hjá Honda að notast við forþjöppu í þessum bíl, en það hefur Honda hingað til ekki gert. Honda ætlar að nota þessa fjögurra strokka vél í fleiri gerðir bíla sinna og skipta til dæmis út 6 strokka vélum í Ameríkugerðum Honda Accord og CR-V fyrir þessa nýju tveggja lítra vél með forþjöppu. Er það gert til að minnkað eyðslu bílanna. Honda ætlar að taka nýjan Type R bíl á Nürburgring kappakstursbrautina og reyna að slá besta brautartíma framdrifinna fjöldaframleiðslubíla. Bíllinn sem Honda ætlar að sýna í París verður að öllum líkindum hin endanlega útgáfa Type R, en sala á bílnum mun hefjast fljótlega á næsta ári. Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent
Honda hefur ekki framleitt kraftaköggulinn Civic Type R frá því árið 2010, en hann er aftur að koma á markað í byrjun næsta árs eftir 5 ára framleiðsluhlé. Honda ætlar að sýna almenningi bílinn á bílasýningunni í París í þessari viku. Nýr Honda Civic Type R verður að sögn Honda manna „meira“ en 276 hestöfl sem fást úr fjögurra strokka og 2,0 lítra vél með forþjöppu. Það markar viss tímamót hjá Honda að notast við forþjöppu í þessum bíl, en það hefur Honda hingað til ekki gert. Honda ætlar að nota þessa fjögurra strokka vél í fleiri gerðir bíla sinna og skipta til dæmis út 6 strokka vélum í Ameríkugerðum Honda Accord og CR-V fyrir þessa nýju tveggja lítra vél með forþjöppu. Er það gert til að minnkað eyðslu bílanna. Honda ætlar að taka nýjan Type R bíl á Nürburgring kappakstursbrautina og reyna að slá besta brautartíma framdrifinna fjöldaframleiðslubíla. Bíllinn sem Honda ætlar að sýna í París verður að öllum líkindum hin endanlega útgáfa Type R, en sala á bílnum mun hefjast fljótlega á næsta ári.
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent