Bíó og sjónvarp

Íslensk stuttmynd fær fyrstu verðlaun í Montréal

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Sigurður Skúlason og Theodór Júlíusson í hlutverkum sínum í Hjónabandssælu.
Sigurður Skúlason og Theodór Júlíusson í hlutverkum sínum í Hjónabandssælu.
Íslenska stuttmyndin Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson hlaut fyrstu verðlaun fyrir bestu stuttmyndina á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Montréal í gærkvöld.

Hjónabandssæla eða Chum eins og hún heitir á ensku var heimsfrumsýnd á hátíðinni í Montréal og mun næst taka þátt á Nordisk Panorama-hátíðinni í Malmö í lok september.

Jörundur Ragnarsson.Vísir/Vilhelm
Myndin er dramatísk gamanmynd með Sigurði Skúlasyni og Theódóri Júlíussyni í aðalhlutverki. Einnig leika Anna Kristín Arngrímsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Guðrún Leifsdóttir í myndinni.

Myndin fjallar um tvo góðvini á sjötugsaldri sem búa á Patreksfirði. Þegar aðlaðandi kona á þeirra aldri birtist óvænt í heita pottinum þeirra á ævilöng vináttan undir högg að sækja.

Hjónabandssæla er fyrsta mynd Jörunds Ragnarssonar en hann er kannski best þekktur fyrir að skrifa og leika í Bjarnfreðarsyni, svo ekki sé minnst á Vaktaþættina.

Handritið að myndinni er eftir Jörund og Elizabeth Rose.


Tengdar fréttir

Lærir leikstjórn í New York

"Þetta verður nýtt og spennandi ævintýri fyrir okkur,“ segir Jörundur Ragnarsson leikari en hann hefur fengið inngöngu í Columbia-háskólann í New York og heldur utan í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×