Örfáir við veiðar í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 2. september 2014 11:29 Halldór Gunnarsson með flottann urriða úr Þingvallavatni Eins og við greindum frá í fyrradag lýkur veiði í Þingvallavatni þann 15. september og veiðin á þessum tíma getur oft verið góð. Kuðungableikjan er að mestu búin að hrygna og tekin að éta á nýjann leik og fita sig upp fyrir veturinn. Urriðinn aftur á móti er farinn að sjást aftur en hann er á leið til hrygninga í árnar sem renna í vatnið. Þetta sést vel þegar líður aðeins a september og stóru urriðarnir fara að sjást í Öxará þar sem þeir eru að koma sér í riðabúning. Hvað veiðina varðar er oft hægt að eiga góða daga við vatnið og sérstaklega í ljósaskiptunum á morgnana og kvöldin. Við fengum póst frá Halldóri Gunnarssyni en hann átti einmitt fínan dag við vatnið.Þó veiðitímabilinu sé að ljúka á Þingvöllum og hægst hefur á tökum þá getur haustveiðin verið skemmtileg ef menn sýna þolinmæði og veiða inn í kvöldið því urriðinn sýnir sig þónokkuð um þessar mundir. Dró þennan höfðingja úr vatninu í gær og mældist hann 68cm. En hann var svo breiður og sílspikaður að hann var á við venjulegan 75-76cm fisk. Ummálið var hinsvegar því miður ekki tekið. Hann kom að vísu ekki upp úr þjóðgarðinum, en það er ekkert sem segir að ekki sé hægt að krækja í einn svona þar líka og hefur maður oft séð þá flotta koma upp þar á haustin. Kannski ekki sá stærsti sem upp hefur komið á árinu en sýnir að enn er tækifæri til að næla sér í stóran og falkegan Þingvallaurriða áður en tímabilinu líkur. Þessi fékk vissulega líf eftir að hafa verið myndaður fram og til baka og eru veiðimenn hvattir til að gera slíkt hið sama. Stangveiði Mest lesið Leirvogsá er komin í gang Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði
Eins og við greindum frá í fyrradag lýkur veiði í Þingvallavatni þann 15. september og veiðin á þessum tíma getur oft verið góð. Kuðungableikjan er að mestu búin að hrygna og tekin að éta á nýjann leik og fita sig upp fyrir veturinn. Urriðinn aftur á móti er farinn að sjást aftur en hann er á leið til hrygninga í árnar sem renna í vatnið. Þetta sést vel þegar líður aðeins a september og stóru urriðarnir fara að sjást í Öxará þar sem þeir eru að koma sér í riðabúning. Hvað veiðina varðar er oft hægt að eiga góða daga við vatnið og sérstaklega í ljósaskiptunum á morgnana og kvöldin. Við fengum póst frá Halldóri Gunnarssyni en hann átti einmitt fínan dag við vatnið.Þó veiðitímabilinu sé að ljúka á Þingvöllum og hægst hefur á tökum þá getur haustveiðin verið skemmtileg ef menn sýna þolinmæði og veiða inn í kvöldið því urriðinn sýnir sig þónokkuð um þessar mundir. Dró þennan höfðingja úr vatninu í gær og mældist hann 68cm. En hann var svo breiður og sílspikaður að hann var á við venjulegan 75-76cm fisk. Ummálið var hinsvegar því miður ekki tekið. Hann kom að vísu ekki upp úr þjóðgarðinum, en það er ekkert sem segir að ekki sé hægt að krækja í einn svona þar líka og hefur maður oft séð þá flotta koma upp þar á haustin. Kannski ekki sá stærsti sem upp hefur komið á árinu en sýnir að enn er tækifæri til að næla sér í stóran og falkegan Þingvallaurriða áður en tímabilinu líkur. Þessi fékk vissulega líf eftir að hafa verið myndaður fram og til baka og eru veiðimenn hvattir til að gera slíkt hið sama.
Stangveiði Mest lesið Leirvogsá er komin í gang Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði