Fer Laxá á Ásum yfir 1000 laxa? 2. september 2014 14:06 Ung veiðikona með fallegan lax úr Laxá á Ásum Mynd: FB Salmon Tails Veiðin í Laxá á Ásum er búin að vera frábær í alla staði og áin trónir á toppnum með flesta laxa veidda á stöng þrátt fyrir að þar sé aðeins veitt á tvær stangir. Tímabilinu lýkur 11. september í Ásunum og það er ekki ólíklegt, ef veðrið verður nokkuð gott, að áin fari jafnvel i 1000 laxa. Þegar síðustu vikutölur eru skoðaðar var áin í 421 laxi pr stöng en sú tala verður líklega nokkuð hærri á morgun þegar nýjar vikutölur koma frá Landssambandi Veiðifélaga. Árnar í Húnavatnssýslu hafa annars heilt yfir plumað sig ágætlega en Blanda, Miðfjarðará, Vatnsdalsá og Laxá á Ásum hafa alar átt gott sumar og hefði eins árs laxinn ekki vantað í þeim mæli sem hann gerði væru tölurnar mun miklu hærri. Þrátt fyrir að tímabilinu sé ekki lokið eru veiðimenn þegar farnir að huga að veiðileyfum næsta árs og víst er að þeir sem hafa átt góðar stundir við bakkana í Ásunum eiga eftir að sækja þangað aftur. Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Vífilstaðavatn mun betra en í fyrra Veiði Veiði 2017 veiðiblað Veiðihornsins kemur út í dag. Veiði Laxinn í Langá bíður eftir lækkandi vatni Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði Fræðslukvöldin komin í gang hjá SVFR Veiði Lokatölur úr laxveiðiánum á síðustu dögum tímabilsins Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði
Veiðin í Laxá á Ásum er búin að vera frábær í alla staði og áin trónir á toppnum með flesta laxa veidda á stöng þrátt fyrir að þar sé aðeins veitt á tvær stangir. Tímabilinu lýkur 11. september í Ásunum og það er ekki ólíklegt, ef veðrið verður nokkuð gott, að áin fari jafnvel i 1000 laxa. Þegar síðustu vikutölur eru skoðaðar var áin í 421 laxi pr stöng en sú tala verður líklega nokkuð hærri á morgun þegar nýjar vikutölur koma frá Landssambandi Veiðifélaga. Árnar í Húnavatnssýslu hafa annars heilt yfir plumað sig ágætlega en Blanda, Miðfjarðará, Vatnsdalsá og Laxá á Ásum hafa alar átt gott sumar og hefði eins árs laxinn ekki vantað í þeim mæli sem hann gerði væru tölurnar mun miklu hærri. Þrátt fyrir að tímabilinu sé ekki lokið eru veiðimenn þegar farnir að huga að veiðileyfum næsta árs og víst er að þeir sem hafa átt góðar stundir við bakkana í Ásunum eiga eftir að sækja þangað aftur.
Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Vífilstaðavatn mun betra en í fyrra Veiði Veiði 2017 veiðiblað Veiðihornsins kemur út í dag. Veiði Laxinn í Langá bíður eftir lækkandi vatni Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði Fræðslukvöldin komin í gang hjá SVFR Veiði Lokatölur úr laxveiðiánum á síðustu dögum tímabilsins Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði