Mikið umstang í kringum tökur á erlendri sjónvarpsþáttaröð Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. september 2014 17:30 Frá tökum á Nesjavöllum. VÍSIR/pjetur Upptökur á þáttaröðinni Sense8 standa nú yfir á Íslandi en eins og Vísir hefur áður greint er áætlað að þær standi yfir fram á laugardag. Þáttaröðin er vísindaskáldsaga og hugarfóstur systkinanna Lönu og Andys Wachowski en þau eru vel þekkt í Hollywood þar sem þau leikstýrðu og skrifuðu meðal annars Matrix-þríleikinn og Cloud Atlas og skrifuðu V for Vendetta. Upptökurnar hafa verið umfangsmiklar hér á landi og hefur tökuliðið, sem telur hundruði manna, verið á faraldsfæti um landið síðustu daga ásamt starfsmönnum True North. Helgina 22. og 23. ágúst var mannfjöldinn við tökur á Akranesi þar sem þeir lögðu undir sig fyrrum ellideild sjúkrahússins í bænum. Voru þar á ferðinni „45-50 tökubílar af öllum stærðum og gerðum sem var lagt í kringum sjúkrahúsið og á Heiðarbrautinni og var varla hægt að sjá á milli þeirra,“ eins og segir í frétt Skessuhorns af heimsókninni.Wachowski-systkinin, Naveen Andrews og Daryl HannahVÍSIR/GETTYÞá sást til tökuliðsins í Þingholtunum í Reykjavík í dag áður en þau fluttu sig í „Holu íslenskra fræða“ við Þjóðarbókhlöðuna síðdegis. Þá hafa vegfarendur einnig orðið varir við mannaferðir í húsgrunninum við hliðina á tónleikahúsinu Hörpu og þá hafa aðstandendur þáttaraðarinnar verið við tökur á Hótel Sögu og Nesjavöllum á síðustu dögum. Þá má einnig búast við því að kennileiti borgarinnar á borð við Perluna og Hallgrímskirkju verða í lykilhlutverki í þáttaröðinni. Þrátt fyrir að óvíst sé hvaða leikarar fara með hlutverk í þáttunum sem eru teknir upp á Íslandi má teljast líklegt að þeirra á meðal séu Daryl Hannah og Naveen Andrews, en þau sáust spóka sig í miðbæ Reykjavíkur. Hannah hefur leikið í fjölmörgum þekktum myndum á ferli sínum, svo sem Blade Runner, Splash og Kill Bill. Andrews er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Lost, sem sýnd var á RÚV fyrir nokkrum árum. Tökur á þáttaröðinni fara einnig fram í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Suður-Kóreu, Mexíkó og Keníu. Sense8 er framleidd fyrir Netflix og áætlað er að hún komi út árið 2015. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Ég gekk bara upp að honum og spurði: Lost?“ Ísfold Rán Grétarsdóttir hitti Lost-leikarann Naveen Andrews. 27. ágúst 2014 11:42 Leikstjórar Matrix leita að íslenskum aukaleikurum Lana og Andy Wachowski taka upp Netflix-seríuna Sense8 hér á landi í lok ágúst. 13. ágúst 2014 11:00 Erlendar stórstjörnur mættar til Íslands Daryl Hannah, Naveen Andrews og systkinin Andy og Lana Wachowski eru mætt til landsins. Fjórmenningarnar hafa sést spóka sig í miðbæ Reykjavíkur. 23. ágúst 2014 18:25 Lítið um stórar Hollywood-sprengjur Verkefnum í tengslum við tökur erlendra kvikmyndavera hér á landi hefur fækkað þegar miðað er við árin 2012 og 2013. Pegasus, TrueNorth og Sagafilm hafa aðallega komið að gerð erlendra sjónvarpsþátta. 20. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Upptökur á þáttaröðinni Sense8 standa nú yfir á Íslandi en eins og Vísir hefur áður greint er áætlað að þær standi yfir fram á laugardag. Þáttaröðin er vísindaskáldsaga og hugarfóstur systkinanna Lönu og Andys Wachowski en þau eru vel þekkt í Hollywood þar sem þau leikstýrðu og skrifuðu meðal annars Matrix-þríleikinn og Cloud Atlas og skrifuðu V for Vendetta. Upptökurnar hafa verið umfangsmiklar hér á landi og hefur tökuliðið, sem telur hundruði manna, verið á faraldsfæti um landið síðustu daga ásamt starfsmönnum True North. Helgina 22. og 23. ágúst var mannfjöldinn við tökur á Akranesi þar sem þeir lögðu undir sig fyrrum ellideild sjúkrahússins í bænum. Voru þar á ferðinni „45-50 tökubílar af öllum stærðum og gerðum sem var lagt í kringum sjúkrahúsið og á Heiðarbrautinni og var varla hægt að sjá á milli þeirra,“ eins og segir í frétt Skessuhorns af heimsókninni.Wachowski-systkinin, Naveen Andrews og Daryl HannahVÍSIR/GETTYÞá sást til tökuliðsins í Þingholtunum í Reykjavík í dag áður en þau fluttu sig í „Holu íslenskra fræða“ við Þjóðarbókhlöðuna síðdegis. Þá hafa vegfarendur einnig orðið varir við mannaferðir í húsgrunninum við hliðina á tónleikahúsinu Hörpu og þá hafa aðstandendur þáttaraðarinnar verið við tökur á Hótel Sögu og Nesjavöllum á síðustu dögum. Þá má einnig búast við því að kennileiti borgarinnar á borð við Perluna og Hallgrímskirkju verða í lykilhlutverki í þáttaröðinni. Þrátt fyrir að óvíst sé hvaða leikarar fara með hlutverk í þáttunum sem eru teknir upp á Íslandi má teljast líklegt að þeirra á meðal séu Daryl Hannah og Naveen Andrews, en þau sáust spóka sig í miðbæ Reykjavíkur. Hannah hefur leikið í fjölmörgum þekktum myndum á ferli sínum, svo sem Blade Runner, Splash og Kill Bill. Andrews er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Lost, sem sýnd var á RÚV fyrir nokkrum árum. Tökur á þáttaröðinni fara einnig fram í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Suður-Kóreu, Mexíkó og Keníu. Sense8 er framleidd fyrir Netflix og áætlað er að hún komi út árið 2015.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Ég gekk bara upp að honum og spurði: Lost?“ Ísfold Rán Grétarsdóttir hitti Lost-leikarann Naveen Andrews. 27. ágúst 2014 11:42 Leikstjórar Matrix leita að íslenskum aukaleikurum Lana og Andy Wachowski taka upp Netflix-seríuna Sense8 hér á landi í lok ágúst. 13. ágúst 2014 11:00 Erlendar stórstjörnur mættar til Íslands Daryl Hannah, Naveen Andrews og systkinin Andy og Lana Wachowski eru mætt til landsins. Fjórmenningarnar hafa sést spóka sig í miðbæ Reykjavíkur. 23. ágúst 2014 18:25 Lítið um stórar Hollywood-sprengjur Verkefnum í tengslum við tökur erlendra kvikmyndavera hér á landi hefur fækkað þegar miðað er við árin 2012 og 2013. Pegasus, TrueNorth og Sagafilm hafa aðallega komið að gerð erlendra sjónvarpsþátta. 20. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Ég gekk bara upp að honum og spurði: Lost?“ Ísfold Rán Grétarsdóttir hitti Lost-leikarann Naveen Andrews. 27. ágúst 2014 11:42
Leikstjórar Matrix leita að íslenskum aukaleikurum Lana og Andy Wachowski taka upp Netflix-seríuna Sense8 hér á landi í lok ágúst. 13. ágúst 2014 11:00
Erlendar stórstjörnur mættar til Íslands Daryl Hannah, Naveen Andrews og systkinin Andy og Lana Wachowski eru mætt til landsins. Fjórmenningarnar hafa sést spóka sig í miðbæ Reykjavíkur. 23. ágúst 2014 18:25
Lítið um stórar Hollywood-sprengjur Verkefnum í tengslum við tökur erlendra kvikmyndavera hér á landi hefur fækkað þegar miðað er við árin 2012 og 2013. Pegasus, TrueNorth og Sagafilm hafa aðallega komið að gerð erlendra sjónvarpsþátta. 20. ágúst 2014 10:00