Tónlist

Heillandi stikla úr mynd Bjarkar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stikla úr tónleikamynd Bjarkar Guðmundsdóttur, Björk: Biophilia Live, er komin á netið.

Myndin var heimsfrumsýnd á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York í apríl á þessu ári og Evrópufrumsýnd á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í Tékklandi fyrr í sumar.

Í myndinni er fylgst með Biophilia-tónleikum Bjarkar Guðmundsdóttur og við þá er blandað hreyfimyndum úr smáforritinu sem var þróað sem hluti af plötunni Biophilia sem er áttunda stúdíóplata Bjarkar og kom út árið 2011. 

Nick Fenton og Peter Strickland leikstýra myndinni sem verður sýnd í Bíó Paradís þann 6. septemer.

Þá verður myndin einnig sýnd á takmörkuðum fjölda tónlistarhátíða, listasafna, bókasafna og galleríum víðsvegar í heiminum – þar má nefna 360°kvikmyndahátíðinni í Moskvu, Biomuseo í Panama City, Iceland Airwaves og og the Australian Center for the Moving Image. Nánari upplýsingar um sýningartíma má finna hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×