Eystri Rangá komin á toppinn Karl Lúðvíksson skrifar 21. ágúst 2014 09:00 Tunguvað í Eystri Rangá er gjöfull og skemmtilegur veiðistaður Nýjar tölur frá Landssambandi Veiðifélaga voru birtar í gær og það kom ekki mörgum á óvart að sjá Eystri Rangá stela toppsætinu af Blöndu. Veiðin í Eystri Rangá er búin að vera nokkuð jöfn og áin nær líklega 2000 löxum fyrst laxveiðiánna í þessari viku. Blanda heldur samt sem áður áfram að vera sterk og það er ekkert ólíklegt að hún nái líka 2000 löxum og sama má segja um Ytri Rangá en hún er komin í 1453 laxa og það eru ennþá 3 vikur í að maðkveiðin byrji þar á bæ en þá kemur alltaf góður kippur í veiðitölurnar. Þverá/Kjarrá og Miðfjarðará eru einnig komnar yfir 1000 laxa og eru menn þar á bæ hæstánægðir enda gott hlutfall stórlaxa sem hefur glatt veiðimenn á bökkunum ár í sumar. Selá og Hofsá eru sömuleiðis komnar af stað og þá sérstaklega Selá en Laxá á Ásum heldur áfram að koma á óvart á þessu ári og er komin í 789 laxa á sínar tvær stangir. Það styttist í síðustu dagana í nokkrum ám og þegar veiði líkur í þeim verður fróðlegt að bera saman bækurnar og skoða árið í samengi við veiði síðustu ára. Topp 10 listinn er hér er neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði
Nýjar tölur frá Landssambandi Veiðifélaga voru birtar í gær og það kom ekki mörgum á óvart að sjá Eystri Rangá stela toppsætinu af Blöndu. Veiðin í Eystri Rangá er búin að vera nokkuð jöfn og áin nær líklega 2000 löxum fyrst laxveiðiánna í þessari viku. Blanda heldur samt sem áður áfram að vera sterk og það er ekkert ólíklegt að hún nái líka 2000 löxum og sama má segja um Ytri Rangá en hún er komin í 1453 laxa og það eru ennþá 3 vikur í að maðkveiðin byrji þar á bæ en þá kemur alltaf góður kippur í veiðitölurnar. Þverá/Kjarrá og Miðfjarðará eru einnig komnar yfir 1000 laxa og eru menn þar á bæ hæstánægðir enda gott hlutfall stórlaxa sem hefur glatt veiðimenn á bökkunum ár í sumar. Selá og Hofsá eru sömuleiðis komnar af stað og þá sérstaklega Selá en Laxá á Ásum heldur áfram að koma á óvart á þessu ári og er komin í 789 laxa á sínar tvær stangir. Það styttist í síðustu dagana í nokkrum ám og þegar veiði líkur í þeim verður fróðlegt að bera saman bækurnar og skoða árið í samengi við veiði síðustu ára. Topp 10 listinn er hér er neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði