Veiði lokið í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 23. ágúst 2014 11:30 Veiði lauk í Veiðivötnum 20. ágúst og almennt eru þeir sem hafa sótt vötnin í sumar ánægðir með ferðir sínar upp eftir. Veður voru þó oft frekar válynd og gat það dregið úr ástundun en þó mátti oft sjá þá allhörðustu standa með ölduna í fangið og ýmist berja út flugum eða spún. Heildarveiðin úr vötnunum í sumar er 16.176 en það skipist í 6633 urriða og 9543 bleikjur. Mest veiddist í Langavatni eða samtals 3367 fiskar og stærsti fiskurinn var 14 punda urriði úr Grænavatni og meðalþyngd veiddra fiska er 1.44 pund en það sem dregur heildarþyngdina niður er gífurlega mikið magn af eins punda bleikju sem veiddist t.d. í Langavatni en þrátt fyrir að vera í minni kantinum er hún engu að síður mjög góður matfiskur. Þess má einnig geta að hæsta meðalþyngdin er í Grænavatni en þar var 5,98 pund meðalþyngd þeirra 159 urriða sem þar veiddust. Veiðimenn sækja ekki í Grænavatn fyrir magn heldur von um stórra fiska sem þar er engu síður erfitt til að fá að taka. Stangveiði Mest lesið 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði
Veiði lauk í Veiðivötnum 20. ágúst og almennt eru þeir sem hafa sótt vötnin í sumar ánægðir með ferðir sínar upp eftir. Veður voru þó oft frekar válynd og gat það dregið úr ástundun en þó mátti oft sjá þá allhörðustu standa með ölduna í fangið og ýmist berja út flugum eða spún. Heildarveiðin úr vötnunum í sumar er 16.176 en það skipist í 6633 urriða og 9543 bleikjur. Mest veiddist í Langavatni eða samtals 3367 fiskar og stærsti fiskurinn var 14 punda urriði úr Grænavatni og meðalþyngd veiddra fiska er 1.44 pund en það sem dregur heildarþyngdina niður er gífurlega mikið magn af eins punda bleikju sem veiddist t.d. í Langavatni en þrátt fyrir að vera í minni kantinum er hún engu að síður mjög góður matfiskur. Þess má einnig geta að hæsta meðalþyngdin er í Grænavatni en þar var 5,98 pund meðalþyngd þeirra 159 urriða sem þar veiddust. Veiðimenn sækja ekki í Grænavatn fyrir magn heldur von um stórra fiska sem þar er engu síður erfitt til að fá að taka.
Stangveiði Mest lesið 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði