59 laxar úr Bíldsfelli Karl Lúðvíksson skrifar 25. ágúst 2014 21:05 Jón Ingi með vænan lax úr Bíldsfelli Sogið hefur oft verið líflegra en það hefur verið í sumar en engu að síður hafa sumir gert ágæta daga við ánna. Jón Ingi Kristjánsson var að koma úr ánni og tók 5 laxa og fleiri veiðimenn hafa gert það ágætt Bíldsfellsmegin. Heldur rólegra er á öðrum svæðum eins og Ásgarði, Syðri Brú og Alviðru en síðastnefnda svæðið hefur gefið sárafáa laxa en er líka minnst stundað. Bíldsfell er oft talið skemmtilegast síðsumars en þá fara stóru hængarnir gjarnan á stjá og það er frekar regla en undantekning að sjá fiska 15-20 pund skráða í bókina í byrjun september og fram að lokum veiðitímans. Fín bleikjuveiði hefur verið ágætis uppbót en skráning á þeim í veiðibókina hefur verið frekar léleg. Veiðimaður sem var í ánni í ágúst landaði 25 flottum bleikjum en skráði þær ekki. Það fór þó ekki milli mála þegar Facebook síðan hans var skoðuð að veiðin var bæði góð og bleikjurnar vænar. Hann hefur vonandi bara gleymt að skrá aflann þegar hann fór. Stangveiði Mest lesið Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Fín veiði í Eyrarvatni Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Urriðagangan er á laugardaginn Veiði Fish Partner með veiðiferðir erlendis Veiði Silungur frá A til Ö námskeið hjá SVAK Veiði
Sogið hefur oft verið líflegra en það hefur verið í sumar en engu að síður hafa sumir gert ágæta daga við ánna. Jón Ingi Kristjánsson var að koma úr ánni og tók 5 laxa og fleiri veiðimenn hafa gert það ágætt Bíldsfellsmegin. Heldur rólegra er á öðrum svæðum eins og Ásgarði, Syðri Brú og Alviðru en síðastnefnda svæðið hefur gefið sárafáa laxa en er líka minnst stundað. Bíldsfell er oft talið skemmtilegast síðsumars en þá fara stóru hængarnir gjarnan á stjá og það er frekar regla en undantekning að sjá fiska 15-20 pund skráða í bókina í byrjun september og fram að lokum veiðitímans. Fín bleikjuveiði hefur verið ágætis uppbót en skráning á þeim í veiðibókina hefur verið frekar léleg. Veiðimaður sem var í ánni í ágúst landaði 25 flottum bleikjum en skráði þær ekki. Það fór þó ekki milli mála þegar Facebook síðan hans var skoðuð að veiðin var bæði góð og bleikjurnar vænar. Hann hefur vonandi bara gleymt að skrá aflann þegar hann fór.
Stangveiði Mest lesið Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Fín veiði í Eyrarvatni Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Urriðagangan er á laugardaginn Veiði Fish Partner með veiðiferðir erlendis Veiði Silungur frá A til Ö námskeið hjá SVAK Veiði