Vilt þú „remixa“ Rökkurró? Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. ágúst 2014 17:00 Hljómsveitin Rökkurró auglýsir eftir fólki til þess að endurhljóðblanda nýtt lag. Mynd/Héðinn Eiríksson „Við erum að gera þetta í annað sinn, það er svo margt skemmtilegt sem getur komið út úr þessu,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Rökkurró en sveitin hefur á facebook-síðu sinni síðu sinni hvatt fólk til að prófa að „remixa“, eða endurhljóðblanda nýjasta lag sveitarinnar. Lagið heitir The Backbone og er annað smáskífulagið sem sveitin sendir frá sér af væntanlegir plötu. Hljómsveitin hefur sett inn á facebook-síðu sína tengil þar sem fólk getur nálgast lagið, en þó hafa hljóðfæri og raddir verið aðgreind, þannig að fólk getur unnið lagið nánast frá grunni í hinum ýmsu tónlistarforritum. „Þetta er allt í sitt hvoru lagi, þannig að fólk getur gert hvað sem er við hljóðbútana. Það er alltaf gaman að heyra fólk sem er að breyta röddinni minni og gera eitthvað flippað,“ bætir Hildur Kristín við. Sveitin hefur eins og fyrr segir leikið þennan leik áður og urðu til hinar ýmsu útgáfur. „Við gerðum þetta á síðasta ári og fengum allt frá mega diskó útgáfum yfir í post rokk útgáfur.“ Hljóðskrárnar verða aðgengilegar á netinu í um tvær vikur. „Ég er ótrúlega spennt að heyra skemmtilegar útgáfur af laginu.“ En hvað ef einhver útgáfan verður jafnvel flottari en upphaflega útgáfan? „Er það er ekki bara hvatning? Platan kemur einnig út í Japan og þá þarf að hafa aukalag á plötunni svo að gott remix gæti alveg endað þar,“ segir Hildur Kristín og hlær. Hljómsveitin Rökkurró hefur nú lagt lokahönd á nýja plötu en sveitin kemur næst fram á Iceland Airwaves hátíðinni. „Við ætlum að frumflytja slatta af efni á Airwaves en við höfum samt ekki komið fram síðan á síðustu Airwaves hátíð því við höfum verið á fullu að taka upp plötuna síðan þá.“ Airwaves Tónlist Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við erum að gera þetta í annað sinn, það er svo margt skemmtilegt sem getur komið út úr þessu,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Rökkurró en sveitin hefur á facebook-síðu sinni síðu sinni hvatt fólk til að prófa að „remixa“, eða endurhljóðblanda nýjasta lag sveitarinnar. Lagið heitir The Backbone og er annað smáskífulagið sem sveitin sendir frá sér af væntanlegir plötu. Hljómsveitin hefur sett inn á facebook-síðu sína tengil þar sem fólk getur nálgast lagið, en þó hafa hljóðfæri og raddir verið aðgreind, þannig að fólk getur unnið lagið nánast frá grunni í hinum ýmsu tónlistarforritum. „Þetta er allt í sitt hvoru lagi, þannig að fólk getur gert hvað sem er við hljóðbútana. Það er alltaf gaman að heyra fólk sem er að breyta röddinni minni og gera eitthvað flippað,“ bætir Hildur Kristín við. Sveitin hefur eins og fyrr segir leikið þennan leik áður og urðu til hinar ýmsu útgáfur. „Við gerðum þetta á síðasta ári og fengum allt frá mega diskó útgáfum yfir í post rokk útgáfur.“ Hljóðskrárnar verða aðgengilegar á netinu í um tvær vikur. „Ég er ótrúlega spennt að heyra skemmtilegar útgáfur af laginu.“ En hvað ef einhver útgáfan verður jafnvel flottari en upphaflega útgáfan? „Er það er ekki bara hvatning? Platan kemur einnig út í Japan og þá þarf að hafa aukalag á plötunni svo að gott remix gæti alveg endað þar,“ segir Hildur Kristín og hlær. Hljómsveitin Rökkurró hefur nú lagt lokahönd á nýja plötu en sveitin kemur næst fram á Iceland Airwaves hátíðinni. „Við ætlum að frumflytja slatta af efni á Airwaves en við höfum samt ekki komið fram síðan á síðustu Airwaves hátíð því við höfum verið á fullu að taka upp plötuna síðan þá.“
Airwaves Tónlist Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira