Vilt þú „remixa“ Rökkurró? Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. ágúst 2014 17:00 Hljómsveitin Rökkurró auglýsir eftir fólki til þess að endurhljóðblanda nýtt lag. Mynd/Héðinn Eiríksson „Við erum að gera þetta í annað sinn, það er svo margt skemmtilegt sem getur komið út úr þessu,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Rökkurró en sveitin hefur á facebook-síðu sinni síðu sinni hvatt fólk til að prófa að „remixa“, eða endurhljóðblanda nýjasta lag sveitarinnar. Lagið heitir The Backbone og er annað smáskífulagið sem sveitin sendir frá sér af væntanlegir plötu. Hljómsveitin hefur sett inn á facebook-síðu sína tengil þar sem fólk getur nálgast lagið, en þó hafa hljóðfæri og raddir verið aðgreind, þannig að fólk getur unnið lagið nánast frá grunni í hinum ýmsu tónlistarforritum. „Þetta er allt í sitt hvoru lagi, þannig að fólk getur gert hvað sem er við hljóðbútana. Það er alltaf gaman að heyra fólk sem er að breyta röddinni minni og gera eitthvað flippað,“ bætir Hildur Kristín við. Sveitin hefur eins og fyrr segir leikið þennan leik áður og urðu til hinar ýmsu útgáfur. „Við gerðum þetta á síðasta ári og fengum allt frá mega diskó útgáfum yfir í post rokk útgáfur.“ Hljóðskrárnar verða aðgengilegar á netinu í um tvær vikur. „Ég er ótrúlega spennt að heyra skemmtilegar útgáfur af laginu.“ En hvað ef einhver útgáfan verður jafnvel flottari en upphaflega útgáfan? „Er það er ekki bara hvatning? Platan kemur einnig út í Japan og þá þarf að hafa aukalag á plötunni svo að gott remix gæti alveg endað þar,“ segir Hildur Kristín og hlær. Hljómsveitin Rökkurró hefur nú lagt lokahönd á nýja plötu en sveitin kemur næst fram á Iceland Airwaves hátíðinni. „Við ætlum að frumflytja slatta af efni á Airwaves en við höfum samt ekki komið fram síðan á síðustu Airwaves hátíð því við höfum verið á fullu að taka upp plötuna síðan þá.“ Airwaves Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við erum að gera þetta í annað sinn, það er svo margt skemmtilegt sem getur komið út úr þessu,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Rökkurró en sveitin hefur á facebook-síðu sinni síðu sinni hvatt fólk til að prófa að „remixa“, eða endurhljóðblanda nýjasta lag sveitarinnar. Lagið heitir The Backbone og er annað smáskífulagið sem sveitin sendir frá sér af væntanlegir plötu. Hljómsveitin hefur sett inn á facebook-síðu sína tengil þar sem fólk getur nálgast lagið, en þó hafa hljóðfæri og raddir verið aðgreind, þannig að fólk getur unnið lagið nánast frá grunni í hinum ýmsu tónlistarforritum. „Þetta er allt í sitt hvoru lagi, þannig að fólk getur gert hvað sem er við hljóðbútana. Það er alltaf gaman að heyra fólk sem er að breyta röddinni minni og gera eitthvað flippað,“ bætir Hildur Kristín við. Sveitin hefur eins og fyrr segir leikið þennan leik áður og urðu til hinar ýmsu útgáfur. „Við gerðum þetta á síðasta ári og fengum allt frá mega diskó útgáfum yfir í post rokk útgáfur.“ Hljóðskrárnar verða aðgengilegar á netinu í um tvær vikur. „Ég er ótrúlega spennt að heyra skemmtilegar útgáfur af laginu.“ En hvað ef einhver útgáfan verður jafnvel flottari en upphaflega útgáfan? „Er það er ekki bara hvatning? Platan kemur einnig út í Japan og þá þarf að hafa aukalag á plötunni svo að gott remix gæti alveg endað þar,“ segir Hildur Kristín og hlær. Hljómsveitin Rökkurró hefur nú lagt lokahönd á nýja plötu en sveitin kemur næst fram á Iceland Airwaves hátíðinni. „Við ætlum að frumflytja slatta af efni á Airwaves en við höfum samt ekki komið fram síðan á síðustu Airwaves hátíð því við höfum verið á fullu að taka upp plötuna síðan þá.“
Airwaves Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira