Leita að uppáhalds lagi Íslendinga Þórður Ingi Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 21:00 Nýr íslenskur tónlistar-, menningar- og skemmtiþáttur hefur sýningar á RÚV í október að nafni Óskalög þjóðarinnar. Ragnhildur Steinunn og Jón Ólafsson sjá um þáttinn. „Þetta eru átta þættir og fyrstu sjö þáttunum hefur verið skipt í tíu ára tímabil, frá 1944-2014. Þetta eru 70 ár af íslenskri tónlist en í hverjum þætti verða fimm lög frá hverjum áratug spiluð og sungin af hæfileikafólki,“ segir Jón. Þjóðarkosning um topp fimm lög hvers áratugar hefst á föstudaginn á ruv.is. „Lögin sem enda í þáttunum munu hafa verið valin af íslensku þjóðinni á vefnum. Þetta er skemmtilegur samkvæmisleikur, við viljum finna út hvaða lög eru hjartfólgnust Íslendingum, hvaða lög eru í mestu uppáhaldi,“ segir Jón. „Í áttunda þættinum verða síðan lögin sjö úr þáttunum á undan öll sungin og spiluð. Síðan mun þjóðin enn og aftur kjósa og þá sjáum við hvort það sé eitthvað eitt lag sem Íslendingum þykir vænna um en önnur.“ En á Jón sitt eigið uppáhalds íslenska lag? „Nei, ekkert eitt, þetta er alltof erfið spurning. En það kemur á daginn þegar maður fer að skoða þetta að við eigum gríðarlega mikið af flottum lögum og textum. Ég held að þetta gæti orðið skemmtilegur þáttur fyrir alla fjölskylduna en þeir þættir sem hafa verið tileinkaðir íslenskri tónlist í sjónvarpi hafa fengið gott áhorf, t.d. Af fingrum fram og Hljómskálinn." Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Nýr íslenskur tónlistar-, menningar- og skemmtiþáttur hefur sýningar á RÚV í október að nafni Óskalög þjóðarinnar. Ragnhildur Steinunn og Jón Ólafsson sjá um þáttinn. „Þetta eru átta þættir og fyrstu sjö þáttunum hefur verið skipt í tíu ára tímabil, frá 1944-2014. Þetta eru 70 ár af íslenskri tónlist en í hverjum þætti verða fimm lög frá hverjum áratug spiluð og sungin af hæfileikafólki,“ segir Jón. Þjóðarkosning um topp fimm lög hvers áratugar hefst á föstudaginn á ruv.is. „Lögin sem enda í þáttunum munu hafa verið valin af íslensku þjóðinni á vefnum. Þetta er skemmtilegur samkvæmisleikur, við viljum finna út hvaða lög eru hjartfólgnust Íslendingum, hvaða lög eru í mestu uppáhaldi,“ segir Jón. „Í áttunda þættinum verða síðan lögin sjö úr þáttunum á undan öll sungin og spiluð. Síðan mun þjóðin enn og aftur kjósa og þá sjáum við hvort það sé eitthvað eitt lag sem Íslendingum þykir vænna um en önnur.“ En á Jón sitt eigið uppáhalds íslenska lag? „Nei, ekkert eitt, þetta er alltof erfið spurning. En það kemur á daginn þegar maður fer að skoða þetta að við eigum gríðarlega mikið af flottum lögum og textum. Ég held að þetta gæti orðið skemmtilegur þáttur fyrir alla fjölskylduna en þeir þættir sem hafa verið tileinkaðir íslenskri tónlist í sjónvarpi hafa fengið gott áhorf, t.d. Af fingrum fram og Hljómskálinn."
Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira