Veiðin í Laxá í Ásum heldur áfram að vera frábær Karl Lúðvíksson skrifar 5. ágúst 2014 15:30 Það er engin laxveiðiá á Íslandi sem nær því að skáka Laxá í Ásum við hvað varðar fjölda laxa á stöng. Tölfræðin úr ánni er stundum eins og draumur hvers veiðimanns og þannig hefur því verið lýst að veiða í ánni þessa dagana, eins og draumi. Síðasta 3 daga holl landaði 70 löxum og samtals hafa veiðst 219 laxar síðustu 9 daga sem er frábær veiði á aðeins tvær stangir. Takan fór á yfirsnúning í gær og þar sem það er lax í öllum hyljum hefur vafalítið verið mikið fjör við bakkann. Samtals eru komnir 589 laxar á land þegar 45 dagar eru liðnir af veiðitímanum sem gerir meðalveiði upp á 6.5 laxa á stöng á dag. Ágúst hefur oft gefið feyknagóða veiði í ánni og ef veiðin heldur sama takti verður ekki langt í að þessi litla skemmtilega á fari yfir 1000 laxa. Stangveiði Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Morgunvaktin gaf 43 laxa í Laxá í Dölum Veiði
Það er engin laxveiðiá á Íslandi sem nær því að skáka Laxá í Ásum við hvað varðar fjölda laxa á stöng. Tölfræðin úr ánni er stundum eins og draumur hvers veiðimanns og þannig hefur því verið lýst að veiða í ánni þessa dagana, eins og draumi. Síðasta 3 daga holl landaði 70 löxum og samtals hafa veiðst 219 laxar síðustu 9 daga sem er frábær veiði á aðeins tvær stangir. Takan fór á yfirsnúning í gær og þar sem það er lax í öllum hyljum hefur vafalítið verið mikið fjör við bakkann. Samtals eru komnir 589 laxar á land þegar 45 dagar eru liðnir af veiðitímanum sem gerir meðalveiði upp á 6.5 laxa á stöng á dag. Ágúst hefur oft gefið feyknagóða veiði í ánni og ef veiðin heldur sama takti verður ekki langt í að þessi litla skemmtilega á fari yfir 1000 laxa.
Stangveiði Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Morgunvaktin gaf 43 laxa í Laxá í Dölum Veiði