Quarashi-liðar sáttir: „Móttökurnar frá áhorfendum voru ólýsanlegar“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. ágúst 2014 17:40 Stemingin á tónleikunum var mögnuð. Mynd/Andrea Rán Jóhannsdóttir Rapparinn Egill Ólafur Thorarensen, einnig þekktur sem Tiny, segir meðlimi Quarashi vera ótrúlega sátta eftir vel heppnaða tónleika í Herjólfsdal á laugardagskvöld. „Þetta voru einhverjir æstustu áhorfendur sem ég hef séð," segir Egill. Sveitin hefur nú sent einum aðdáanda sem nefbrotnaði í látunum áritaðan DVD-disk. „Okkur finnst auðvitað leiðinlegt að hún hafi slasast," bætir Egill við.Ólýsanlegar viðtökur Egill segir að tónleikar sveitarinnar á laugardagskvöldið hafi verið algjörlega ótrúlegir. „Fólk þekkti öll lögin og tók vel undir. Það var ótrúlegt stuð á fólki. Reyndar svo mikið stuð að við þurftum að gera hlé eftir þriðja lagið okkar og reyna að róa fólk niður. Ég sá að gæslan þurfti að skerast í leikinn ansi oft og kannski gott að taka það fram að þeir sem voru í gæslunni stóðu sig ótrúlega vel," segir Egill. Strákunum í Quarashi er umhugað um aðdáendur sína og þegar þeir lásu frétt Vísis í morgun um að Svava Dís Guðmundsdóttir hafi nefbrotnað á tónleikum sveitarinnar ákváðu þeir að senda henni áritaðan DVD-disk með upptöku af tónleikum frá Bestu útihátíðinni í fyrra. Svava ferðaðist til Eyja gagngert til þess að sjá Quarashi spila en nefbrotnaði í látunum og heyrði aðeins þrjú lög með sveitinni. „Við vonum að þetta verði einhver smá sárabót fyrir hana. Okkur finnst ekki gaman þegar fólk meiðist á tónleikunum okkar." Blaðamaður Vísis heyrði í Svövu sem var sátt með gjöf sveitarinnar.Síðustu tónleikarnir Egill segir að þetta hafi verið síðustu tónleikar sveitarinnar. „Já, þetta í síðasta skiptið sem við komum fram. Við sögðum þetta auðvitað líka síðast og maður getur aldrei sagt með vissu hvað gerist í framhaldinu. En ég er nokkupð viss um að það hafi verið samdóma álit okkar að þetta sé í síðasta skiptið sem við komum fram." Egill segir meðlimi sveitarinnar þakkláta fyrir móttökurnar í Eyjum. „Þetta var frábær upplifun. Fólkið þekkti öll lögin, allir voru í stuði. Móttökurnar voru rosalegar. Inn á milli tveggja laga bað ég fólk að láta í sér heyra og móttökurnar frá áhorfendum voru ólýsanlegar. Ég fékk í eyrun, lætin voru svo rosaleg."Hér að neðan má sjá myndband frá tónleikunum. Tónlist Tengdar fréttir Skölluð á tónleikum Quarashi og nefbrotnaði „Þetta var nú algjört óviljaverk,“ segir Svava Dís Guðmundsdóttir sem fór til Eyja til þess að sjá Quarashi spila en náði bara að hlusta á þrjú lög. 5. ágúst 2014 11:45 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rapparinn Egill Ólafur Thorarensen, einnig þekktur sem Tiny, segir meðlimi Quarashi vera ótrúlega sátta eftir vel heppnaða tónleika í Herjólfsdal á laugardagskvöld. „Þetta voru einhverjir æstustu áhorfendur sem ég hef séð," segir Egill. Sveitin hefur nú sent einum aðdáanda sem nefbrotnaði í látunum áritaðan DVD-disk. „Okkur finnst auðvitað leiðinlegt að hún hafi slasast," bætir Egill við.Ólýsanlegar viðtökur Egill segir að tónleikar sveitarinnar á laugardagskvöldið hafi verið algjörlega ótrúlegir. „Fólk þekkti öll lögin og tók vel undir. Það var ótrúlegt stuð á fólki. Reyndar svo mikið stuð að við þurftum að gera hlé eftir þriðja lagið okkar og reyna að róa fólk niður. Ég sá að gæslan þurfti að skerast í leikinn ansi oft og kannski gott að taka það fram að þeir sem voru í gæslunni stóðu sig ótrúlega vel," segir Egill. Strákunum í Quarashi er umhugað um aðdáendur sína og þegar þeir lásu frétt Vísis í morgun um að Svava Dís Guðmundsdóttir hafi nefbrotnað á tónleikum sveitarinnar ákváðu þeir að senda henni áritaðan DVD-disk með upptöku af tónleikum frá Bestu útihátíðinni í fyrra. Svava ferðaðist til Eyja gagngert til þess að sjá Quarashi spila en nefbrotnaði í látunum og heyrði aðeins þrjú lög með sveitinni. „Við vonum að þetta verði einhver smá sárabót fyrir hana. Okkur finnst ekki gaman þegar fólk meiðist á tónleikunum okkar." Blaðamaður Vísis heyrði í Svövu sem var sátt með gjöf sveitarinnar.Síðustu tónleikarnir Egill segir að þetta hafi verið síðustu tónleikar sveitarinnar. „Já, þetta í síðasta skiptið sem við komum fram. Við sögðum þetta auðvitað líka síðast og maður getur aldrei sagt með vissu hvað gerist í framhaldinu. En ég er nokkupð viss um að það hafi verið samdóma álit okkar að þetta sé í síðasta skiptið sem við komum fram." Egill segir meðlimi sveitarinnar þakkláta fyrir móttökurnar í Eyjum. „Þetta var frábær upplifun. Fólkið þekkti öll lögin, allir voru í stuði. Móttökurnar voru rosalegar. Inn á milli tveggja laga bað ég fólk að láta í sér heyra og móttökurnar frá áhorfendum voru ólýsanlegar. Ég fékk í eyrun, lætin voru svo rosaleg."Hér að neðan má sjá myndband frá tónleikunum.
Tónlist Tengdar fréttir Skölluð á tónleikum Quarashi og nefbrotnaði „Þetta var nú algjört óviljaverk,“ segir Svava Dís Guðmundsdóttir sem fór til Eyja til þess að sjá Quarashi spila en náði bara að hlusta á þrjú lög. 5. ágúst 2014 11:45 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Skölluð á tónleikum Quarashi og nefbrotnaði „Þetta var nú algjört óviljaverk,“ segir Svava Dís Guðmundsdóttir sem fór til Eyja til þess að sjá Quarashi spila en náði bara að hlusta á þrjú lög. 5. ágúst 2014 11:45