Viðskipti erlent

Facebook býður upp á fría internettengingu

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Mark Zuckerberg, stofnandi fyrirtækisins, vill veftengja heiminn.
Mark Zuckerberg, stofnandi fyrirtækisins, vill veftengja heiminn. Vísir/AP
Í dag kynnti Facebook til leiks nýtt app fyrir Zambíubúa sem gerir hverjum sem er kleift að nota veraldarvefinn gjaldfrjálst. Frá þessu er sagt í frétt PC World.

Appið er hluti af "Internet.org" verkefni fyrirtækisins, en það miðar að því að færa þeim 60% heimsins sem ekki hafa nettengingu aðgang að vefnum.

Með appinu geta notendur nýtt sér ákveðnar heilsu-, atvinnu- og upplýsingaþjónustur, eins og Google, Wikipedia, og Accuweather. Einnig munu notendur hafa aðgang að zambískri atvinnuleitarsíðu og forriti sem inniheldur upplýsingar um kvenréttindi.

Að sjálfsögðu mun þjónustan bjóða notendum frítt upp á aðgang að Facebook og Facebook Messenger, skilaboðaforriti fyrirtækisins.

Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband þar sem Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, útskýrir verkefnið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×