Með um 40 bleikjur á morgunvakt í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 21. júlí 2014 11:20 Jedarinn með tvær fallegar bleikjur úr afla gærdagsins Mynd: KL Það var mikið fjölmenni veiðimanna og útivistarfólks við Þingvallavatn í gær enda veðurblíðan með eindæmum góð. Það var ekki hlaupið að því að fá bílastæði við vatnið, hvorki við veiðistaði eða annars staðar, svo mikill var fjöldinn við vatnið í gær. Frá morgni og til um klukkan þrjú var logn og hiti um 20 gráður sem sólarunnendur og veiðimenn kunni vel að meta, meira að segja bleikjan í vatninu virtist komast í gang því veiðin var ágæt hjá flestum. Einn veiðimaður stóð þó klárlega uppúr þegar hann gekk að bílastæðinu frá veiðistaðnum sínum klyfjaður fallegum 2-4 punda bleikjum sem fyllti tvo netpoka. Þessi knái veiðimaður heitir Jedarinn Kongasanan og er orðinn vel þekktur fyrir góð aflabrögð við vatnið. Samtals náði hann um 40 bleikjum á land fyrir klukkan 10 um morguninn sem allar tóku svarta púpu með kúluhaus. Það var mikið líf á öllum veiðistöðum í gær og veiðimenn stóðu á öllum lausum töngum og stundum voru 4-5 stangir allar með fisk á í einu. Bleikjan var líka að taka þurrflugu framan af degi en mikil vök var víða og oft vænar bleikjur á ferðinni sem syntu alveg upp við hraða land. Stangveiði Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði 24 laxar á land við opnun Þjórsár Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði
Það var mikið fjölmenni veiðimanna og útivistarfólks við Þingvallavatn í gær enda veðurblíðan með eindæmum góð. Það var ekki hlaupið að því að fá bílastæði við vatnið, hvorki við veiðistaði eða annars staðar, svo mikill var fjöldinn við vatnið í gær. Frá morgni og til um klukkan þrjú var logn og hiti um 20 gráður sem sólarunnendur og veiðimenn kunni vel að meta, meira að segja bleikjan í vatninu virtist komast í gang því veiðin var ágæt hjá flestum. Einn veiðimaður stóð þó klárlega uppúr þegar hann gekk að bílastæðinu frá veiðistaðnum sínum klyfjaður fallegum 2-4 punda bleikjum sem fyllti tvo netpoka. Þessi knái veiðimaður heitir Jedarinn Kongasanan og er orðinn vel þekktur fyrir góð aflabrögð við vatnið. Samtals náði hann um 40 bleikjum á land fyrir klukkan 10 um morguninn sem allar tóku svarta púpu með kúluhaus. Það var mikið líf á öllum veiðistöðum í gær og veiðimenn stóðu á öllum lausum töngum og stundum voru 4-5 stangir allar með fisk á í einu. Bleikjan var líka að taka þurrflugu framan af degi en mikil vök var víða og oft vænar bleikjur á ferðinni sem syntu alveg upp við hraða land.
Stangveiði Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði 24 laxar á land við opnun Þjórsár Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði