Ennþá mikið vatn í Hörgá Karl Lúðvíksson skrifar 24. júlí 2014 00:01 Mynd: www.svak.is Ein af skemmtilegri silungsám á norðurlandi, Hörgá, er ennþá mjög vatnsmikil enda er snjóbráð mikil þessa dagana í hlýindunum fyrir norðan. Það er ennþá nokkur snjór mjög neðarlega í giljum og brekkum fyrir norðan og nyrst á Tröllaskaga er ennþá mikil snjór í fjöllum. Þetta gerir það að verkum að árnar sem fá snjóbráð eru mjög vatnsmiklar og fljótar í lit ef það verður mjög hlýtt. Veiðin þar af leiðandi er búin að vera mjög róleg t.d. í Hörgá, Svarfaðardalsá og Ólafsfjarðará en veiðin í júlí en yfirleitt meira en helmingur af sumarveiðinni. En ekki líta á þetta sem vonlausa stöðu eða fiskleysi, þvert á móti. Þeir sem eiga bókað leyfi í ágúst þegar snjóbráðin fer að minnka ættu að vera í toppmálum því þegar árnar hreinsa sig og lækka fer bleikjan oft í feyknarlega gott tökustuð og þá er ekkert leiðinlegt að vera við bakkana þar nyrðra. Stangveiði Mest lesið Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði
Ein af skemmtilegri silungsám á norðurlandi, Hörgá, er ennþá mjög vatnsmikil enda er snjóbráð mikil þessa dagana í hlýindunum fyrir norðan. Það er ennþá nokkur snjór mjög neðarlega í giljum og brekkum fyrir norðan og nyrst á Tröllaskaga er ennþá mikil snjór í fjöllum. Þetta gerir það að verkum að árnar sem fá snjóbráð eru mjög vatnsmiklar og fljótar í lit ef það verður mjög hlýtt. Veiðin þar af leiðandi er búin að vera mjög róleg t.d. í Hörgá, Svarfaðardalsá og Ólafsfjarðará en veiðin í júlí en yfirleitt meira en helmingur af sumarveiðinni. En ekki líta á þetta sem vonlausa stöðu eða fiskleysi, þvert á móti. Þeir sem eiga bókað leyfi í ágúst þegar snjóbráðin fer að minnka ættu að vera í toppmálum því þegar árnar hreinsa sig og lækka fer bleikjan oft í feyknarlega gott tökustuð og þá er ekkert leiðinlegt að vera við bakkana þar nyrðra.
Stangveiði Mest lesið Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði