100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 25. júlí 2014 11:29 Blanda er fyrst til að fara yfir 1000 laxa í sumar og áin greinilega í góðum málum því það er ennþá lax að ganga. Laxinn er farinn að ganga hratt upp á efri svæðin og veiðin þar hefur tekið góðan kipp síðustu daga. Nú þegar hafa verið skráðir um 50 laxar í hvora veiðibók á svæði II og III og veiðin þar búin að vera virkilega góð síðustu daga. Nokkrir stórlaxar hafa tekið flugur veiðimanna en engin þeirra hefur náðst á land en þegar talað er um stórlax í Blöndu eru þeir yfirleitt 18 pund eða meira. Mjög gott vatn er í Blöndu, lítill jökullitur sem gerir ánna mjög veiðilega og það má þess vegna segja með góðu fínir dagar séu framundan á efri svæðunum í ánni. Þeir sem hafa kannað efri svæðin á svæði IV hafa einnig orðið varir við mikið bleikju í sumum hyljunum en lítið hefur verið kastað á hana því þegar lax liggur víða í hyljum á svæðinu er meira leitað af laxi en bleikju. Getspakir menn sem veitt hafa ánna í áratugi og þekkja sveiflurnar í henni segja að áin stefni í að ná 1600-1700 löxum að öllu óbreyttu en ef hún fer seint í yfirfall gæti þessi tala orðið hærri. Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði
Blanda er fyrst til að fara yfir 1000 laxa í sumar og áin greinilega í góðum málum því það er ennþá lax að ganga. Laxinn er farinn að ganga hratt upp á efri svæðin og veiðin þar hefur tekið góðan kipp síðustu daga. Nú þegar hafa verið skráðir um 50 laxar í hvora veiðibók á svæði II og III og veiðin þar búin að vera virkilega góð síðustu daga. Nokkrir stórlaxar hafa tekið flugur veiðimanna en engin þeirra hefur náðst á land en þegar talað er um stórlax í Blöndu eru þeir yfirleitt 18 pund eða meira. Mjög gott vatn er í Blöndu, lítill jökullitur sem gerir ánna mjög veiðilega og það má þess vegna segja með góðu fínir dagar séu framundan á efri svæðunum í ánni. Þeir sem hafa kannað efri svæðin á svæði IV hafa einnig orðið varir við mikið bleikju í sumum hyljunum en lítið hefur verið kastað á hana því þegar lax liggur víða í hyljum á svæðinu er meira leitað af laxi en bleikju. Getspakir menn sem veitt hafa ánna í áratugi og þekkja sveiflurnar í henni segja að áin stefni í að ná 1600-1700 löxum að öllu óbreyttu en ef hún fer seint í yfirfall gæti þessi tala orðið hærri.
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði