30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2014 18:25 Síðasta holl í Svalbarðsá var með 30 laxa á tvær stangir Mynd: www.hreggnasi.is Svalbarðsá hefur ekki farið varhluta af vatnsveðri og roki í þessum mánuði en þrátt fyrir það er veiðin búin að fara vel af stað. Síðasta holl í ánni landaði 30 löxum á tvær stangir og í þeim afla voru aðeins 4 smálaxar en skilyrði til veiða hafa oft verið gífurlega erfið frá opnun. Samkvæmt fréttum frá leigutakanum Hreggnasa er þetta svipuð byrjun og 2010 þegar áin gaf 504 laxa og hlutfall af tveggja ára laxi í þeim afla var með því hæsta á landinu. Svalbarðsá er því að sýna sama takt og aðrar ár á norður landi þar sem stórlaxagöngur hafa verið sérstaklega góðar og veiðin á ágætu róli þrátt fyrir að smálaxinn sé ekki mættur af neinu viti þar ennþá en það gerist að öllu jöfnu frá miðjum júlí og alveg fram til loka ágúst. Af öðrum ám á þessu svæði berast fréttir af góðri veiði í Sandá en þar eru eingöngu tveggja ára laxar að rífa í flugur veiðimanna og eins eru góðar fréttir úr Hafralónsá sem er búin að vera mjög erfið viðureignar sökum vatnsmagns en hefur þrátt fyrir það gefið nokkra laxa og veiðin þár á uppleið um leið og vatnið sjatnar. Stangveiði Mest lesið Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Ágætis veiði í Grímsá Veiði Byssusýning á Stokkseyri um helgina Veiði Flottur dagur í Jöklu í gær Veiði Veiði lokið í ánum við Ísafjarðardjúp Veiði 186 laxar á land á einni vakt í Ytri Rangá Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Langskeggur er málið Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði
Svalbarðsá hefur ekki farið varhluta af vatnsveðri og roki í þessum mánuði en þrátt fyrir það er veiðin búin að fara vel af stað. Síðasta holl í ánni landaði 30 löxum á tvær stangir og í þeim afla voru aðeins 4 smálaxar en skilyrði til veiða hafa oft verið gífurlega erfið frá opnun. Samkvæmt fréttum frá leigutakanum Hreggnasa er þetta svipuð byrjun og 2010 þegar áin gaf 504 laxa og hlutfall af tveggja ára laxi í þeim afla var með því hæsta á landinu. Svalbarðsá er því að sýna sama takt og aðrar ár á norður landi þar sem stórlaxagöngur hafa verið sérstaklega góðar og veiðin á ágætu róli þrátt fyrir að smálaxinn sé ekki mættur af neinu viti þar ennþá en það gerist að öllu jöfnu frá miðjum júlí og alveg fram til loka ágúst. Af öðrum ám á þessu svæði berast fréttir af góðri veiði í Sandá en þar eru eingöngu tveggja ára laxar að rífa í flugur veiðimanna og eins eru góðar fréttir úr Hafralónsá sem er búin að vera mjög erfið viðureignar sökum vatnsmagns en hefur þrátt fyrir það gefið nokkra laxa og veiðin þár á uppleið um leið og vatnið sjatnar.
Stangveiði Mest lesið Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Ágætis veiði í Grímsá Veiði Byssusýning á Stokkseyri um helgina Veiði Flottur dagur í Jöklu í gær Veiði Veiði lokið í ánum við Ísafjarðardjúp Veiði 186 laxar á land á einni vakt í Ytri Rangá Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Langskeggur er málið Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði