„Myndbandið er einskonar óður til tíunda áratugarins“ Baldvin Þormóðsson skrifar 15. júlí 2014 13:13 Strákarnir segjast vera sökkerar fyrir góðum sub-kúltúr. mynd/skjáskot „Myndbandið er einskonar óður til tíunda áratugarins, allaveganna klæðaburðurinn,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur rappsveitarinnar Úlfur Úlfur ásamt Helga Sæmundi en sveitin gaf nýverið út tónlistarmyndband við lagið Tarantúlur og var það Magnús Leifsson sem leikstýrði myndbandinu. „Við erum sökkerar fyrir góðum subkúltúr og þau sem sækja Bíladaga eru einstakur kúltúr,“ segir Arnar en myndbandið var tekið upp á einni helgi á Bíladögum á Akureyri. „Þessir gæjar gera svo magnaða hluti svo hversdagslega, það eru einhver skot af gæja sem er að spóla í kringum okkur og hann blikkar ekki einu sinni við það,“ segir Arnar. „Það eru örugglega einhverjir sem halda að við höfum fengið áhættubílstjóra í myndbandið en þetta eru í alvörunni bara gæjar á bíladögum.“ Í myndbandinu klæðast þeir félagar í rappsveitinni fatnaði sem minnir helst á tíunda áratuginn en má þar til dæmis nefna gamlan Cheerios-bol og bol merktum Vatnaskógi frá árinu 1997. „Þetta eru allt saman bolir af Magga Leifs,“ segir Arnar. „Hann er mjög hrifinn af þessum áratug og safnar hlutum sem tengjast því.“ Í nýju lagi sveitarinnar má einnig sjá aukameðlim hana Eddu Borg Stefánsdóttur, sem er gömul vinkona félagana frá Sauðárkróki. „Hún hefur aldrei rappað eða neitt en hún er bara með swag frá náttúrunnar hendi,“ segir Arnar. „Ég hugsaði strax að hún geti pottþétt rappað.“ Nýja myndbandið má sjá hér að neðan en ný plata frá drengjunum er væntanleg í október. Tónlist Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Myndbandið er einskonar óður til tíunda áratugarins, allaveganna klæðaburðurinn,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur rappsveitarinnar Úlfur Úlfur ásamt Helga Sæmundi en sveitin gaf nýverið út tónlistarmyndband við lagið Tarantúlur og var það Magnús Leifsson sem leikstýrði myndbandinu. „Við erum sökkerar fyrir góðum subkúltúr og þau sem sækja Bíladaga eru einstakur kúltúr,“ segir Arnar en myndbandið var tekið upp á einni helgi á Bíladögum á Akureyri. „Þessir gæjar gera svo magnaða hluti svo hversdagslega, það eru einhver skot af gæja sem er að spóla í kringum okkur og hann blikkar ekki einu sinni við það,“ segir Arnar. „Það eru örugglega einhverjir sem halda að við höfum fengið áhættubílstjóra í myndbandið en þetta eru í alvörunni bara gæjar á bíladögum.“ Í myndbandinu klæðast þeir félagar í rappsveitinni fatnaði sem minnir helst á tíunda áratuginn en má þar til dæmis nefna gamlan Cheerios-bol og bol merktum Vatnaskógi frá árinu 1997. „Þetta eru allt saman bolir af Magga Leifs,“ segir Arnar. „Hann er mjög hrifinn af þessum áratug og safnar hlutum sem tengjast því.“ Í nýju lagi sveitarinnar má einnig sjá aukameðlim hana Eddu Borg Stefánsdóttur, sem er gömul vinkona félagana frá Sauðárkróki. „Hún hefur aldrei rappað eða neitt en hún er bara með swag frá náttúrunnar hendi,“ segir Arnar. „Ég hugsaði strax að hún geti pottþétt rappað.“ Nýja myndbandið má sjá hér að neðan en ný plata frá drengjunum er væntanleg í október.
Tónlist Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira