Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Karl Lúðvíksson skrifar 17. júlí 2014 12:57 Laxi landað í Þverá Veiðin í Þverá og Kjarrá er búin að vera góð samkvæmt leigutakanum Ingólfi Ágeirssyni en þar á bæ reikna menn með að áin gæti náð 1300-1600 löxum í sumar ef áfram heldur sem horfir Það voru rangar tölur á bak við samanburð á veiðitölum í Þverá í frétt í morgun og er beðist velvirðingar á þeim mistökum. Við ræddum við Ingólf áðan og þegar veiðitölur eru skoðaðar er ástandið í Þverá og Kjarrá ágætt miðað við að mikið vatn gerir veiðimönnum erfitt fyrir. Áin er komin í 505 laxa sem er mun betri veiði en 2012 og veiðin er þrátt fyrir aðstæður á góðum dampi svo útkoman í sumar getur orðið mjög fín, svo ekki sé talandi um ef vatn færi sjatnandi. Stórlaxinn hefur sótt í sig veðrið í Þverá og Kjarrá og Ingólfur reiknaði með að meira en helmingur aflans í dag væri tveggja ára lax og hefur ekki viðlíka hlutfall sést áður. Ekkert lát virðist vera á göngum af tveggja ára laxi en eins og annars staðar er minna af smálaxi en áður en þó fer það skánandi. Sem dæmi um góða veiði í erfiðum aðstæðum voru bresk hjón að ljúka veiðum í dag með 17 laxa á þremur dögum og þar af einn 18 punda og mest allur aflinn var tveggja ára lax. Það kvartar engin yfir svoleiðis aflabrögðum. Stangveiði Mest lesið Leirvogsá er komin í gang Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði
Veiðin í Þverá og Kjarrá er búin að vera góð samkvæmt leigutakanum Ingólfi Ágeirssyni en þar á bæ reikna menn með að áin gæti náð 1300-1600 löxum í sumar ef áfram heldur sem horfir Það voru rangar tölur á bak við samanburð á veiðitölum í Þverá í frétt í morgun og er beðist velvirðingar á þeim mistökum. Við ræddum við Ingólf áðan og þegar veiðitölur eru skoðaðar er ástandið í Þverá og Kjarrá ágætt miðað við að mikið vatn gerir veiðimönnum erfitt fyrir. Áin er komin í 505 laxa sem er mun betri veiði en 2012 og veiðin er þrátt fyrir aðstæður á góðum dampi svo útkoman í sumar getur orðið mjög fín, svo ekki sé talandi um ef vatn færi sjatnandi. Stórlaxinn hefur sótt í sig veðrið í Þverá og Kjarrá og Ingólfur reiknaði með að meira en helmingur aflans í dag væri tveggja ára lax og hefur ekki viðlíka hlutfall sést áður. Ekkert lát virðist vera á göngum af tveggja ára laxi en eins og annars staðar er minna af smálaxi en áður en þó fer það skánandi. Sem dæmi um góða veiði í erfiðum aðstæðum voru bresk hjón að ljúka veiðum í dag með 17 laxa á þremur dögum og þar af einn 18 punda og mest allur aflinn var tveggja ára lax. Það kvartar engin yfir svoleiðis aflabrögðum.
Stangveiði Mest lesið Leirvogsá er komin í gang Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði