Ekkert hefur sést til bekksins í að minnsta kosti mánuð en enginn tók eftir því fyrr en fyrir stuttu þegar aðdáendur myndarinnar spurðu hvar hann væri.
„Þetta er frekar vandræðalegt því við fylgjumst vel með bekkjunum en hann er horfinn,“ segir Stephan van der Hoek, talsmaður borgarinnar.
Einhver óprúttinn aðili virðist hafa sett stóran blómapott í staðinn fyrir bekkinn þannig að enginn tók eftir því að hann væri horfinn.
Að sögn Stephans verður nýr bekkur settur í hans stað innan skamms.