Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2014 09:14 Eins og sést á myndinni er stirtlan á þessum laxi svipuð og úlnliðurinn á veiðimanninum Mynd: www.vatnsdalsa.is Þrátt fyrir að sumar árnar hafi farið rólega af stað á suður og vesturlandi eru árnar fyrir norðan að standa sig með mikilli prýði og veiðin yfirleitt mjög góð. Opnanir ánna fyrir norðan voru flestar með ágætum en veiðin eftir það hefur líka verið mjög fín og þar standa Blanda, Miðfjarðará og Vatnsdalsá upp úr. Blanda er komin yfir 200 laxa og veiðin í Miðfjarðará er að komast á gott skrið en hún var í um 70 löxum þegar við heyrðum frá henni síðast. Vatnsdalsá var komin í 76 laxa í gær sem er mjög góð byrjun í ánni því hún er aðeins búin að vera opin í 10 daga. það sem vekur síðan eftirtekt er þessi glæsilega meðalþyngd en hún stendur í tæpum 6 kg og 83 sm á lengdina. Það er hægt að skoða veiðitölurnar úr ánni á https://vatnsdalsa.is/en/fishing-report og þar er einnig hægt að sjá hvaða flugur laxinn tók. Miðað við tölur dagsins úr ánum fyrir norðan og í samanburði við fyrri ár virðist stefna í að árnar þar verði vel yfir meðallagi í sumar ef veiðin heldur áfram með sama takti. Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Veiði hefst á föstudaginn í Ytri Rangá Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði Flottir urriðar að veiðast í Kleifarvatni Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði
Þrátt fyrir að sumar árnar hafi farið rólega af stað á suður og vesturlandi eru árnar fyrir norðan að standa sig með mikilli prýði og veiðin yfirleitt mjög góð. Opnanir ánna fyrir norðan voru flestar með ágætum en veiðin eftir það hefur líka verið mjög fín og þar standa Blanda, Miðfjarðará og Vatnsdalsá upp úr. Blanda er komin yfir 200 laxa og veiðin í Miðfjarðará er að komast á gott skrið en hún var í um 70 löxum þegar við heyrðum frá henni síðast. Vatnsdalsá var komin í 76 laxa í gær sem er mjög góð byrjun í ánni því hún er aðeins búin að vera opin í 10 daga. það sem vekur síðan eftirtekt er þessi glæsilega meðalþyngd en hún stendur í tæpum 6 kg og 83 sm á lengdina. Það er hægt að skoða veiðitölurnar úr ánni á https://vatnsdalsa.is/en/fishing-report og þar er einnig hægt að sjá hvaða flugur laxinn tók. Miðað við tölur dagsins úr ánum fyrir norðan og í samanburði við fyrri ár virðist stefna í að árnar þar verði vel yfir meðallagi í sumar ef veiðin heldur áfram með sama takti.
Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Veiði hefst á föstudaginn í Ytri Rangá Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði Flottir urriðar að veiðast í Kleifarvatni Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði