Fer Blanda í 400 laxa í dag? Karl Lúðvíksson skrifar 3. júlí 2014 16:29 Blanda er að gefa vel þessa dagana Mynd. Lax-Á Veiðin í Blöndu á þessu tímabili er búin að vera feyknagóð og þegar tölur voru teknar saman í gærkvöldi stóð áin í 350 löxum. Þessar tölur eru fljótar að breytast og sem dæmi um það komu 22 laxar á land í morgun bara á svæði I en ekki hafa komið fréttir af hinum svæðunum í dag svo þessi tala gæti verið aðeins hærri og öll kvöldvaktin eftir. Veiðin er búin að vera stígandi síðustu daga í Blöndu og á enn eftir að aukast samkvæmt öllum reglum svo það er ekkert óhugsandi að áin verði komin yfir 1000 laxa áður en júlímánuður er hálfnaður. Góðar opnanir á norðurlandi hafa auðvitað kveikt aðeins í þeim veiðimönnum sem eiga eftir að bóka leyfi og vildu bíða og sjá hvernig sumarið færi af stað. Þeir hinir sömu naga sig væntanlega í handarbökin því það má líklega telja lausar stangir í bestu ánum í örfáum tugum samanlagt svo það fer hver að verða síðastur að tryggja sér leyfi. Veiðin heilt yfir fer vonandi að glæðast eftir afar erfiðan júnímánuð og það bíða líklega allir spenntir eftir fyrstu smálaxaskotunum á vesturlandi en þau hafa ekki látið sjá sig í neinum mæli ennþá en júlí var bara að byrja svo það er ennþá nægur tími til stefnu. Stangveiði Mest lesið Treg taka en nóg af laxi Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði
Veiðin í Blöndu á þessu tímabili er búin að vera feyknagóð og þegar tölur voru teknar saman í gærkvöldi stóð áin í 350 löxum. Þessar tölur eru fljótar að breytast og sem dæmi um það komu 22 laxar á land í morgun bara á svæði I en ekki hafa komið fréttir af hinum svæðunum í dag svo þessi tala gæti verið aðeins hærri og öll kvöldvaktin eftir. Veiðin er búin að vera stígandi síðustu daga í Blöndu og á enn eftir að aukast samkvæmt öllum reglum svo það er ekkert óhugsandi að áin verði komin yfir 1000 laxa áður en júlímánuður er hálfnaður. Góðar opnanir á norðurlandi hafa auðvitað kveikt aðeins í þeim veiðimönnum sem eiga eftir að bóka leyfi og vildu bíða og sjá hvernig sumarið færi af stað. Þeir hinir sömu naga sig væntanlega í handarbökin því það má líklega telja lausar stangir í bestu ánum í örfáum tugum samanlagt svo það fer hver að verða síðastur að tryggja sér leyfi. Veiðin heilt yfir fer vonandi að glæðast eftir afar erfiðan júnímánuð og það bíða líklega allir spenntir eftir fyrstu smálaxaskotunum á vesturlandi en þau hafa ekki látið sjá sig í neinum mæli ennþá en júlí var bara að byrja svo það er ennþá nægur tími til stefnu.
Stangveiði Mest lesið Treg taka en nóg af laxi Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði