Hítará komin yfir 60 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2014 09:55 Árni með 85 sm lax úr Hítará Mynd: www.svfr.is Þrátt fyrir úrhellisrigningu, hávaðarok og oft litað vatn er Hítará í fínum málum en þar eru komnir rétt yfir 60 laxar á land. Þetta er fín byrjun í ánni og það má vænta þess að veiðin fari vel á flug næstu daga þegar vatn tekur að sjatna með minni úrkomu. Nokkuð af laxi er farinn að dreifa sér vel um ánna og veiðimenn verða sífellt varir við fleiri göngur í hana. Síðasta holl í ánni lauk veiðum með 19 laxa en þeir voru flestir yfir 70 sm og sá stærsti var 85 sm sem fékk þann heiður að vera dreginn á land af Formanni SVFR Árna Friðleifssyni. Næstu daga á loksins að draga úr rigningu og við það fer laxinn að skila sér af meiri krafti í árnar og veiðitölur hækka samfara því. Það er þó eitt vonarljós við þessa vætutíð sem hefur gengið yfir landið síðustu vikur en þetta hefur haft mjög góð áhrif (augljóslega) á vatnsbúskap og grunnvatnsstöðu sem gerir það að verkum að minni líkur eru á að árnar hrapi í vatni þó svo að það komi þurrkatími í einhverjar vikur. Það er nefnilega fátt eins niðurdrepandi og vera staddur við ánna sína á góðum tíma þegar hún rennur varla milli hylja. Stangveiði Mest lesið 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði
Þrátt fyrir úrhellisrigningu, hávaðarok og oft litað vatn er Hítará í fínum málum en þar eru komnir rétt yfir 60 laxar á land. Þetta er fín byrjun í ánni og það má vænta þess að veiðin fari vel á flug næstu daga þegar vatn tekur að sjatna með minni úrkomu. Nokkuð af laxi er farinn að dreifa sér vel um ánna og veiðimenn verða sífellt varir við fleiri göngur í hana. Síðasta holl í ánni lauk veiðum með 19 laxa en þeir voru flestir yfir 70 sm og sá stærsti var 85 sm sem fékk þann heiður að vera dreginn á land af Formanni SVFR Árna Friðleifssyni. Næstu daga á loksins að draga úr rigningu og við það fer laxinn að skila sér af meiri krafti í árnar og veiðitölur hækka samfara því. Það er þó eitt vonarljós við þessa vætutíð sem hefur gengið yfir landið síðustu vikur en þetta hefur haft mjög góð áhrif (augljóslega) á vatnsbúskap og grunnvatnsstöðu sem gerir það að verkum að minni líkur eru á að árnar hrapi í vatni þó svo að það komi þurrkatími í einhverjar vikur. Það er nefnilega fátt eins niðurdrepandi og vera staddur við ánna sína á góðum tíma þegar hún rennur varla milli hylja.
Stangveiði Mest lesið 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði