Láttu vöðlurnar endast lengur Karl Lúðvíksson skrifar 9. júlí 2014 14:23 Það hafa eflaust margir veiðimenn lent í því að fara í veiði, klæða sig í vöðlurnar ogkomast þá að því að þær leka. Þetta er mjög hvimleitt og gerir lítið annað en að valda því að manni verður kalt og það að vera blautur líka er ekkert betra. Vöðlur eins og annað hafa takmarkaðann endingartíma og á endanum verða þær slitnar og lélegar. Vöðlur geta kostað nokkuð svo það er um að gera að hugsa vel um þær en ekki síður að vanda valið þegar þær eru keyptar. Þegar þú kaupir þér vöðlur er mjög gott að gera eitt. Prófaðu að fara á hnén til skiptis og sjáðu hvort þær toga í einhvers staðar. Ef það gerist áttu eftir að slíta þeim hraðar. Sama ef þær eru of litlar eða of stórar, allt veldur þetta meira álagi og sliti á vöðlunum. En aftur að lekavandamálum... Það er mjög algengt að vöðlur byrji að leka í sokknum sem er gjarnan úr neophrene en ekki öndunarefni eins og vöðlurnar sjálfar. Þegar þú ferð í skóinn og gengur um ertu að slíta efninu og ekki bætir úr skák að veiða á stöðum, t.d. Veiðivötnum, þar sem mikið af sandi eða gjósku er við bakkana og á botninum þar sem þú veður. Þessi fíngerði sandur fer í skóinn og flýtir fyrir sliti á efninu. Kostnaðurinn við að takmarka þetta er ca. 690.- kr og liggur í fjárfestingu á sokk. Já, á sokk! Gefum okkur það að þú sért á sama stað og meðalmaðurinn sem tapar 4-5 sokkum (aldrei af sama parinu) í svarthol þvottavélarinnar en geymir alltaf þennan staka sokk í von um endurfundi. Þú átt kannski slatta af stökum sokkum í skápnum hjá þér. Fyrir næsta túr taktu með þér tvo sokka og farðu í þá utanyfir neophrene sokkinn á vöðlunum. Þetta verndar hann og minnkar slit, þar af leiðandi endast vöðlurnar betur. Stangveiði Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði
Það hafa eflaust margir veiðimenn lent í því að fara í veiði, klæða sig í vöðlurnar ogkomast þá að því að þær leka. Þetta er mjög hvimleitt og gerir lítið annað en að valda því að manni verður kalt og það að vera blautur líka er ekkert betra. Vöðlur eins og annað hafa takmarkaðann endingartíma og á endanum verða þær slitnar og lélegar. Vöðlur geta kostað nokkuð svo það er um að gera að hugsa vel um þær en ekki síður að vanda valið þegar þær eru keyptar. Þegar þú kaupir þér vöðlur er mjög gott að gera eitt. Prófaðu að fara á hnén til skiptis og sjáðu hvort þær toga í einhvers staðar. Ef það gerist áttu eftir að slíta þeim hraðar. Sama ef þær eru of litlar eða of stórar, allt veldur þetta meira álagi og sliti á vöðlunum. En aftur að lekavandamálum... Það er mjög algengt að vöðlur byrji að leka í sokknum sem er gjarnan úr neophrene en ekki öndunarefni eins og vöðlurnar sjálfar. Þegar þú ferð í skóinn og gengur um ertu að slíta efninu og ekki bætir úr skák að veiða á stöðum, t.d. Veiðivötnum, þar sem mikið af sandi eða gjósku er við bakkana og á botninum þar sem þú veður. Þessi fíngerði sandur fer í skóinn og flýtir fyrir sliti á efninu. Kostnaðurinn við að takmarka þetta er ca. 690.- kr og liggur í fjárfestingu á sokk. Já, á sokk! Gefum okkur það að þú sért á sama stað og meðalmaðurinn sem tapar 4-5 sokkum (aldrei af sama parinu) í svarthol þvottavélarinnar en geymir alltaf þennan staka sokk í von um endurfundi. Þú átt kannski slatta af stökum sokkum í skápnum hjá þér. Fyrir næsta túr taktu með þér tvo sokka og farðu í þá utanyfir neophrene sokkinn á vöðlunum. Þetta verndar hann og minnkar slit, þar af leiðandi endast vöðlurnar betur.
Stangveiði Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði