Innsýn í hættulega hjólreiðakeppni Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2014 10:49 Í dag hefst WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hér á landi en allar hjólreiðakeppnir bera með sér hættu þar sem hjólreiðamenn er gjarnan lítið klæddir og á miklum hraða. Hér sést hversu hættulegar þær raunverulega geta orðið, en þessar myndir eru teknar í Tour de Suisse á lokakafla keppninnar. Þar sést hversu óvægir keppendur geta orðið, en þeir víla ekki fyrir sér að stugga við öðrum keppendum sem fyrir þeim verða og fara ekki nógu hratt. Hreint ótrúlegt er að sjá hversu hraðinn er mikill og hve mikil barátta er á milli keppenda um fremstu sætin. Ólíklegt er þó að baráttan verði eins óvægin í WOW Cyclothon keppninni, en þar skila keppendur sér á 40-72 klukkustundum eftir að hafa hjólað þjóðveg 1 hringinn í kringum Ísland. Wow Cyclothon Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent
Í dag hefst WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hér á landi en allar hjólreiðakeppnir bera með sér hættu þar sem hjólreiðamenn er gjarnan lítið klæddir og á miklum hraða. Hér sést hversu hættulegar þær raunverulega geta orðið, en þessar myndir eru teknar í Tour de Suisse á lokakafla keppninnar. Þar sést hversu óvægir keppendur geta orðið, en þeir víla ekki fyrir sér að stugga við öðrum keppendum sem fyrir þeim verða og fara ekki nógu hratt. Hreint ótrúlegt er að sjá hversu hraðinn er mikill og hve mikil barátta er á milli keppenda um fremstu sætin. Ólíklegt er þó að baráttan verði eins óvægin í WOW Cyclothon keppninni, en þar skila keppendur sér á 40-72 klukkustundum eftir að hafa hjólað þjóðveg 1 hringinn í kringum Ísland.
Wow Cyclothon Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent