Þetta er framtíðin í veiðistaðalýsingum Karl Lúðvíksson skrifar 25. júní 2014 13:15 Það kannast allir veiðimenn við að hafa mætt í á og veiðikortin eru léleg, merkingar slæmar eða engar og ekkert sem auðveldar mönnum að bera kennsl á veiðistaði. Þetta getur verið afskaplega hvimleitt og er ekki bara bundið við litlar ódýrar ár því það er ekkert óþekkt að sumar af dýrustu ám landsins hafa ekki nægilega góðar merkingar og léleg veiðikort. Það er þess vegna afskaplega gaman að sjá þegar veiðileyfasalar og leigutakar leggja metnað í að hafa þessi mál í lagi. Veiðifélagið Strengur hefur gefið út veiðistaðalýsingar fyrir Selá í Vopnafirði inná síðu félagsins www.sela.is og það er óhætt að segja að þarna sé búið að setja ný viðmið í gæðum á veiðikortum. Eins og sést á myndinni er ekki bara sýnt hvernig staðurinn er heldur sýnt hvar fiskurinn liggur, hvernig á að kasta á hann og frá hvaða stöðum er best að kasta. Þetta er algjörlega til fyrirmyndar og verður vonandi til þess að önnur veiðifélög og leigutakar spíta í lófana og leggja meira í sín eigin veiðikort. Stangveiði Mest lesið Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Fín veiði í Eyrarvatni Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Urriðagangan er á laugardaginn Veiði Fish Partner með veiðiferðir erlendis Veiði Silungur frá A til Ö námskeið hjá SVAK Veiði
Það kannast allir veiðimenn við að hafa mætt í á og veiðikortin eru léleg, merkingar slæmar eða engar og ekkert sem auðveldar mönnum að bera kennsl á veiðistaði. Þetta getur verið afskaplega hvimleitt og er ekki bara bundið við litlar ódýrar ár því það er ekkert óþekkt að sumar af dýrustu ám landsins hafa ekki nægilega góðar merkingar og léleg veiðikort. Það er þess vegna afskaplega gaman að sjá þegar veiðileyfasalar og leigutakar leggja metnað í að hafa þessi mál í lagi. Veiðifélagið Strengur hefur gefið út veiðistaðalýsingar fyrir Selá í Vopnafirði inná síðu félagsins www.sela.is og það er óhætt að segja að þarna sé búið að setja ný viðmið í gæðum á veiðikortum. Eins og sést á myndinni er ekki bara sýnt hvernig staðurinn er heldur sýnt hvar fiskurinn liggur, hvernig á að kasta á hann og frá hvaða stöðum er best að kasta. Þetta er algjörlega til fyrirmyndar og verður vonandi til þess að önnur veiðifélög og leigutakar spíta í lófana og leggja meira í sín eigin veiðikort.
Stangveiði Mest lesið Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Fín veiði í Eyrarvatni Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Urriðagangan er á laugardaginn Veiði Fish Partner með veiðiferðir erlendis Veiði Silungur frá A til Ö námskeið hjá SVAK Veiði