Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2014 09:43 Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 29. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið. Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum. Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verða 31 vatn í boði á veiðideginum. Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna:Á Suðurlandi verður frítt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Elliðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi þjóðgarðsins, Úlfljótsvatni og Gíslholtsvatni.Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Vatnasvæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatni, Hraunsfirði, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík.Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni, Arnarvatni, Kringluvatni og Sléttuhlíðarvatni.Á Austurlandi verður frítt að veiða í Haugatjarnir, Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði og Þveit. Nánari upplýsingar um veiðisvæðin er að finna í bæklingi LS um Veiðidag fjölskyldunnar. á heimasíðu LS www.landssambandid.is Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Myndasyrpa frá Urriðadansi á Þingvöllum Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði
Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 29. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið. Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum. Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verða 31 vatn í boði á veiðideginum. Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna:Á Suðurlandi verður frítt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Elliðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi þjóðgarðsins, Úlfljótsvatni og Gíslholtsvatni.Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Vatnasvæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatni, Hraunsfirði, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík.Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni, Arnarvatni, Kringluvatni og Sléttuhlíðarvatni.Á Austurlandi verður frítt að veiða í Haugatjarnir, Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði og Þveit. Nánari upplýsingar um veiðisvæðin er að finna í bæklingi LS um Veiðidag fjölskyldunnar. á heimasíðu LS www.landssambandid.is
Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Myndasyrpa frá Urriðadansi á Þingvöllum Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði