Það eru lika stórir laxar í Grímsá Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2014 18:12 Haraldur Þórðarsson með 87 sm lax úr Grímsá í morgun Mynd af www.hreggnasi.is Grímsá hefur farið rólega af stað eins og flestar árnar á vesturlandi en þrátt fyrir að fjöldi fiska sé ekki mikill er mest af honum vænn. Það hafa sést nokkrir sannkallaðir drekar í ánni og eru þeir á hraðferð upp ánna, það sést vel að nýjasta stórlaxinum sem kemur á land ár á bæ. Á mynd sem við fengum frá Hreggnasa sést 87 sm lax sem veiddist í efsta veiðistað Grímsár, Oddsstaðafljóti en þar sáust fleiri laxar sem litu ekki við flugum veiðimanna. Það er Haraldur Þórðarsson sem veiddi laxinn. Miklar rigningar hafa gert veiðimönnum í Borgarfirði og næsta nágrenni erfitt fyrir en mikið vatn er í sumum ánum, langt yfir því sem kallast venjulegt sumarrennsli. Það getur verið ein ástæðan fyrir því að smálaxagöngurnar seinka sér í árnar en það er vel þekkt að þegar árnar sjatna eftir miklar rigningar á þessum árstíma ganga laxar í árnar sem hafa hangið lengi í hálfsöltuvatni, eru búnir að fella gönguhreistur og sumir komnir með þaralit ef því að bíða of lengi eftir góðu vatni í þaraskógi undan árósunum. Stóri júnístraumurinn er eftir tvo daga og fram yfir helgi er spáð minni eða engri úrkomu á suður og vesturhorni landsins sem verður til að árnar sjatna hratt og ættu að vera í kjörvatni á þeim tíma sem laxinn á að ganga. Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði
Grímsá hefur farið rólega af stað eins og flestar árnar á vesturlandi en þrátt fyrir að fjöldi fiska sé ekki mikill er mest af honum vænn. Það hafa sést nokkrir sannkallaðir drekar í ánni og eru þeir á hraðferð upp ánna, það sést vel að nýjasta stórlaxinum sem kemur á land ár á bæ. Á mynd sem við fengum frá Hreggnasa sést 87 sm lax sem veiddist í efsta veiðistað Grímsár, Oddsstaðafljóti en þar sáust fleiri laxar sem litu ekki við flugum veiðimanna. Það er Haraldur Þórðarsson sem veiddi laxinn. Miklar rigningar hafa gert veiðimönnum í Borgarfirði og næsta nágrenni erfitt fyrir en mikið vatn er í sumum ánum, langt yfir því sem kallast venjulegt sumarrennsli. Það getur verið ein ástæðan fyrir því að smálaxagöngurnar seinka sér í árnar en það er vel þekkt að þegar árnar sjatna eftir miklar rigningar á þessum árstíma ganga laxar í árnar sem hafa hangið lengi í hálfsöltuvatni, eru búnir að fella gönguhreistur og sumir komnir með þaralit ef því að bíða of lengi eftir góðu vatni í þaraskógi undan árósunum. Stóri júnístraumurinn er eftir tvo daga og fram yfir helgi er spáð minni eða engri úrkomu á suður og vesturhorni landsins sem verður til að árnar sjatna hratt og ættu að vera í kjörvatni á þeim tíma sem laxinn á að ganga.
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði