198 laxar komnir úr Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2014 20:15 Laxveiðiárnar á Norðurlandi eru enn sem komið er að skáka þeim sunnlensku við og vel það, bæði hvað varðar fjölda veiddra laxa og meðalþyngd. Við höfum greint frá frábærri meðalþyngd t.d. í Vatnsdalsá og Blanda er þar ekkert síðri. Í dag eru komnir 198 laxar á land og það gæti breyst áður en kvöldvaktin er úti en veitt er til 22:00 í kvöld. Langmest af laxinum sem er að veiðast í Blöndu er 80-90 sm og um 12-18 pund sem er nákvæmlega það sem veiðimenn sækjast eftir í á eins og Blöndu. 190 laxar eru komnir af svæði I, 6 laxar eru komnir af svæði II og sitt hvor laxinn af svæðum III og IV. Smálaxagöngurnar eru ekki komnar í árnar fyrir norðan frekar en árnar fyrir sunnan og eru nokkrir veiðimenn orðnir uggandi alveg að ástæðulausu alla vega enn sem komið er. Frá 1995 hafa í það minnsta komið þrjú ár sem hafa byrjað jafn rólega en endað í meðalári eða meira. Stangveiði Mest lesið Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði
Laxveiðiárnar á Norðurlandi eru enn sem komið er að skáka þeim sunnlensku við og vel það, bæði hvað varðar fjölda veiddra laxa og meðalþyngd. Við höfum greint frá frábærri meðalþyngd t.d. í Vatnsdalsá og Blanda er þar ekkert síðri. Í dag eru komnir 198 laxar á land og það gæti breyst áður en kvöldvaktin er úti en veitt er til 22:00 í kvöld. Langmest af laxinum sem er að veiðast í Blöndu er 80-90 sm og um 12-18 pund sem er nákvæmlega það sem veiðimenn sækjast eftir í á eins og Blöndu. 190 laxar eru komnir af svæði I, 6 laxar eru komnir af svæði II og sitt hvor laxinn af svæðum III og IV. Smálaxagöngurnar eru ekki komnar í árnar fyrir norðan frekar en árnar fyrir sunnan og eru nokkrir veiðimenn orðnir uggandi alveg að ástæðulausu alla vega enn sem komið er. Frá 1995 hafa í það minnsta komið þrjú ár sem hafa byrjað jafn rólega en endað í meðalári eða meira.
Stangveiði Mest lesið Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði