Stiklan er tæplega þrjár mínútur og í henni kemur í ljós að Lloyd, sem leikinn er af Jim Carrey, er búinn að gera sér upp veikindi síðustu tuttugu árin til að hrekkja vin sinn Harry, sem leikinn er af Jeff Daniels.
Stiklan lofar góðu og eitt er víst - sami aulahúmorinn er enn til staðar þó tuttugu ár séu síðan Lloyd og Harry kitluðu síðast hláturtaugar aðdáenda sinna.