Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2014 20:04 Laxahrogn hafa verið á bannlista sem beita í vötnum í mörg ár Hrognanotkun var bönnuð í öllum vötnum fyrir allmörgum árum eftir að kýlaveiki gerði vart við sig í göngu- og eldislaxi hér við land. Ástæðan fyrir banninu er sú að hrognin geta verið smitberar á ýmsum sjúkdómum sem ganga í laxfiskum og geta auðveldlega borið smit í náttúruna. Þetta hefur verið mikið í umræðunni og er meira að segja sérstaklega tekið fram á sumum veiðileyfum en á öðrum er einfaldlega tekið fram hvaða agn má nota og hrogn eru hvergi á þeim lista. Þetta á til dæmis við í Elliðavatni en þar er því miður ennþá mikil hrognanotkun þrátt fyrir algjört bann við slíku við vatnið. Veiðimenn sem nota hrogn geta ekki borið fyrir því að hafa ekki vitað um þetta bann því umræðan var slík að hún hefði ekki átt að fara framhjá nokkrum manni en síðan, eins og getið er, þarf ekki annað en að skoða leyfið eða eins og í tilfelli veiðikortsins, skoða hvaða agn er leyfilegt í hverju vatni fyrir sig. Makríll og hrogn eru ekki leyfð í vatninu og veiðimenn sem láta sér annt um vatnið mega alveg benda þeim sem brjóta þessa reglu á þetta en gera það bara í vinsemd. Annars hafa veiðimenn talað um að skortur á veiðivörslu við vatnið sé að verða frekar leiðinleg þar sem oft koma upp tilfelli þar sem veiðiverðir þyrftu að vera á staðnum. Stangveiði Mest lesið Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hlíðarvatni Veiði Óvíst með erlenda veiðimenn í sumar Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Kennt að veiða í Elliðaánum - Ástand laxastofnsins er gott Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði
Hrognanotkun var bönnuð í öllum vötnum fyrir allmörgum árum eftir að kýlaveiki gerði vart við sig í göngu- og eldislaxi hér við land. Ástæðan fyrir banninu er sú að hrognin geta verið smitberar á ýmsum sjúkdómum sem ganga í laxfiskum og geta auðveldlega borið smit í náttúruna. Þetta hefur verið mikið í umræðunni og er meira að segja sérstaklega tekið fram á sumum veiðileyfum en á öðrum er einfaldlega tekið fram hvaða agn má nota og hrogn eru hvergi á þeim lista. Þetta á til dæmis við í Elliðavatni en þar er því miður ennþá mikil hrognanotkun þrátt fyrir algjört bann við slíku við vatnið. Veiðimenn sem nota hrogn geta ekki borið fyrir því að hafa ekki vitað um þetta bann því umræðan var slík að hún hefði ekki átt að fara framhjá nokkrum manni en síðan, eins og getið er, þarf ekki annað en að skoða leyfið eða eins og í tilfelli veiðikortsins, skoða hvaða agn er leyfilegt í hverju vatni fyrir sig. Makríll og hrogn eru ekki leyfð í vatninu og veiðimenn sem láta sér annt um vatnið mega alveg benda þeim sem brjóta þessa reglu á þetta en gera það bara í vinsemd. Annars hafa veiðimenn talað um að skortur á veiðivörslu við vatnið sé að verða frekar leiðinleg þar sem oft koma upp tilfelli þar sem veiðiverðir þyrftu að vera á staðnum.
Stangveiði Mest lesið Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hlíðarvatni Veiði Óvíst með erlenda veiðimenn í sumar Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Kennt að veiða í Elliðaánum - Ástand laxastofnsins er gott Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði