Yaya DaCosta, sem tók þátt í þriðju seríu af raunveruleikaþáttunum America's Next Top Model hefur verið valin til að leika söngkonuna heitnu Whitney Houston í nýrri kvikmynd, I Will Always Love You: The Whitney Houston Story.
Yaya lenti í öðru sæti í America's Next Top Model en hún hefur getið sér gott orð í leiklistarbransanum síðan þá og leikið meðal annars í kvikmyndunum The Butler og Tron: Legacy.
Leikkonan Angela Bassett leikstýrir myndinni um Whitney sem frumsýnd verður á næsta ári.
Í myndinni verður meðal annars fjallað um ástarsamband söngkonunnar og tónlistarmannsins Bobby Brown en samband þeirra var afar stormasamt.
Raunveruleikastjarna leikur Whitney Houston

Tengdar fréttir

Fjölskylda Whitney Houston brjáluð yfir sjónvarpsmynd
Fjölskylda Whitney Houston heitinnar er ekki hrifin af þeirri hugmynd að sjónvarpsstöðin Lifetime ætli sér framleiða kvikmynd byggða á lífi söngkonunnar.

Whitney Houston minnst í dag
Tvö ár eru í dag frá ótímabærum dauða stjörnunnar. Hér er stiklað á stóru.