Benz þjarmar að BMW og Audi Finnur Thorlacius skrifar 5. júní 2014 10:15 Mercedes Benz S-Class Coupe. Sölukeppni þýsku lúxusbílaframleiðendanna hefur lengi verið hörð og nú eru helstu tíðindin sú að Mercedes Benz er að draga verulega á bæði BMW og Audi í fjölda seldra bíla og að Audi er söluhærra en BMW það sem af er liðið ári. Undanfarin ár hefur BMW trjónað á toppnum og Audi náði öðru sætinu af Benz árið 2011 og verið þar síðan. Söluaukning Mercedes Benz í apríl og reyndar einnig það sem af er liðið ári er nokkru meiri en hjá hjá bæði BMW og Audi. Benz náði 14% aukningu í apríl, Audi 12% og BMW 8%. Benz seldi 133.100 bíla í apríl, BMW 140.800 og Audi var söluhæst með 149.100 bíla. Söluaukning Benz á árinu er 15%, Audi 12% og BMW 11% og með því áframhaldi dregur Mercedes Benz verulega á sölu hinna tveggja á þessu ári. Á fyrstu 4 mánuðum ársins hefur Benz selt 507.400 bíla, BMW 569.100 bíla og Audi 623.600. BMW telur að fyrirtækið muni samt selja fleiri bíla en Audi á þessu ári og að kynningar á nýjum bílum muni tryggja það. Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent
Sölukeppni þýsku lúxusbílaframleiðendanna hefur lengi verið hörð og nú eru helstu tíðindin sú að Mercedes Benz er að draga verulega á bæði BMW og Audi í fjölda seldra bíla og að Audi er söluhærra en BMW það sem af er liðið ári. Undanfarin ár hefur BMW trjónað á toppnum og Audi náði öðru sætinu af Benz árið 2011 og verið þar síðan. Söluaukning Mercedes Benz í apríl og reyndar einnig það sem af er liðið ári er nokkru meiri en hjá hjá bæði BMW og Audi. Benz náði 14% aukningu í apríl, Audi 12% og BMW 8%. Benz seldi 133.100 bíla í apríl, BMW 140.800 og Audi var söluhæst með 149.100 bíla. Söluaukning Benz á árinu er 15%, Audi 12% og BMW 11% og með því áframhaldi dregur Mercedes Benz verulega á sölu hinna tveggja á þessu ári. Á fyrstu 4 mánuðum ársins hefur Benz selt 507.400 bíla, BMW 569.100 bíla og Audi 623.600. BMW telur að fyrirtækið muni samt selja fleiri bíla en Audi á þessu ári og að kynningar á nýjum bílum muni tryggja það.
Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent