Hítarvatn opnar um næstu helgi Karl Lúðviksson skrifar 24. maí 2014 16:50 Falleg veiði úr Hítarvatni í fyrra Mynd: Karl Bartels Hítarvatn á Mýrum hefur verið geysilega vinsælt síðustu ár enda veiðist oft mjög vel í vatninu og þá sérstaklega fyrstu vikurnar eftir að vatnið opnar. Rétt er þó að benda á að vatnið opnar ekki fyrir veiði fyrr en um næstu helgi en vegurinn inn að vatni er þó orðinn snjólaus en nokkur aurbleyta er þó síðasta spölin. Oft er hægt að gera fína veiði við vatnið en það getur farið mikið eftir veðri hvar og hvenær besta veiðina er að finna. Þegar það hefur verið hlýtt í nokkra daga, sólskin og lítill vindur hitnar vatnið og við það gengur fiskurinn inní kalda vatnið þar sem ár og lækir renna í vatnið. Það eru líka nokkrar uppsprettur sem koma undan hraunina austanverðu og þeir sem vita hvar þær eru finna alltaf mikið af fiski þegar aðstæður eru réttar. Það hefur verið vinsælt að ganga inn í dalsbotn og tjalda þar yfir nótt og veiða yfir nóttina þegar hún er björt og veiðin við þær aðstæður getur orðið mjög góð þegar urriðinn fer á stjá í rökkrinu til að éta. Ef þú átt eftir að prófa Hítarvatn er aldrei of seint að byrja. Vatnið er inná Veiðikortinu og þeir sem þegar hafa verslað kort fyrir sumarið ættu að taka frá daga til að prófa þetta skemmtilega vatn. Stangveiði Mest lesið "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Vond umgengni við vinsæla veiðistaði í Elliðavatni Veiði Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Viltu veiða 3 metra Styrju? Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Kropp í kuldanum við Þingvallavatn Veiði
Hítarvatn á Mýrum hefur verið geysilega vinsælt síðustu ár enda veiðist oft mjög vel í vatninu og þá sérstaklega fyrstu vikurnar eftir að vatnið opnar. Rétt er þó að benda á að vatnið opnar ekki fyrir veiði fyrr en um næstu helgi en vegurinn inn að vatni er þó orðinn snjólaus en nokkur aurbleyta er þó síðasta spölin. Oft er hægt að gera fína veiði við vatnið en það getur farið mikið eftir veðri hvar og hvenær besta veiðina er að finna. Þegar það hefur verið hlýtt í nokkra daga, sólskin og lítill vindur hitnar vatnið og við það gengur fiskurinn inní kalda vatnið þar sem ár og lækir renna í vatnið. Það eru líka nokkrar uppsprettur sem koma undan hraunina austanverðu og þeir sem vita hvar þær eru finna alltaf mikið af fiski þegar aðstæður eru réttar. Það hefur verið vinsælt að ganga inn í dalsbotn og tjalda þar yfir nótt og veiða yfir nóttina þegar hún er björt og veiðin við þær aðstæður getur orðið mjög góð þegar urriðinn fer á stjá í rökkrinu til að éta. Ef þú átt eftir að prófa Hítarvatn er aldrei of seint að byrja. Vatnið er inná Veiðikortinu og þeir sem þegar hafa verslað kort fyrir sumarið ættu að taka frá daga til að prófa þetta skemmtilega vatn.
Stangveiði Mest lesið "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Vond umgengni við vinsæla veiðistaði í Elliðavatni Veiði Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Viltu veiða 3 metra Styrju? Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Kropp í kuldanum við Þingvallavatn Veiði