Flestar bleikjurnar í Varmá mjög vænar Karl Lúðvíksson skrifar 10. maí 2014 16:52 Nuno með fyrstu bleikjuna úr Varmá í sumar og það eru fleiri svona í ánni samkvæmt fréttum veiðimanna Mynd: www.svfr.is Varmá er yfirleitt talin til skemmtilegra vorveiðiáa og það er synd hvað fáir veiðimenn fara í hana þegar dag tekur að lengja og sumarhlýindin leggjast yfir suðurlandið. Það er einmitt tíminn sem getur verið bestur í bleikjuna sem lifir í læknum. Sjóbirtingurinn er að mestu eða öllu leiti farinn úr miðjum maí nema litlir geldfiskar en þess í stað er vert að reyna við stóru bleikjurnar. Fyrir fáum dögum var mikið af bleikju í Stöðvarhylnum og mest af henni rígvæn. Þeir veiðimenn sem þá stóðu vaktina fengu fjórar bleikjur en misstu fleiri og þær sem náðust á land voru flestar 4 pund slétt en þó var ein sem náði líklega 6 pundum. Allar tóku þær litlar púpur andstreymis með töku vara og voru tökurnar frekar grannar. Bleikjunum var öllum sleppt aftur nema einni. Vatnaveiðin er í góðum gangi núna og fínar fréttir að berast frá Þingvallavatni, Elliðavatni, Vífilsstaðavatni, Úlfljótsvatni, Selvallavatni og víðar. Stangveiði Mest lesið 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Styttist í opnun Setbergsár Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Hraunsfjörður er að gefa fína veiði Veiði
Varmá er yfirleitt talin til skemmtilegra vorveiðiáa og það er synd hvað fáir veiðimenn fara í hana þegar dag tekur að lengja og sumarhlýindin leggjast yfir suðurlandið. Það er einmitt tíminn sem getur verið bestur í bleikjuna sem lifir í læknum. Sjóbirtingurinn er að mestu eða öllu leiti farinn úr miðjum maí nema litlir geldfiskar en þess í stað er vert að reyna við stóru bleikjurnar. Fyrir fáum dögum var mikið af bleikju í Stöðvarhylnum og mest af henni rígvæn. Þeir veiðimenn sem þá stóðu vaktina fengu fjórar bleikjur en misstu fleiri og þær sem náðust á land voru flestar 4 pund slétt en þó var ein sem náði líklega 6 pundum. Allar tóku þær litlar púpur andstreymis með töku vara og voru tökurnar frekar grannar. Bleikjunum var öllum sleppt aftur nema einni. Vatnaveiðin er í góðum gangi núna og fínar fréttir að berast frá Þingvallavatni, Elliðavatni, Vífilsstaðavatni, Úlfljótsvatni, Selvallavatni og víðar.
Stangveiði Mest lesið 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Styttist í opnun Setbergsár Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Hraunsfjörður er að gefa fína veiði Veiði