James Franco æfur yfir framhaldi Spring Breakers 15. maí 2014 17:30 Harmony Korine og James Franco Vísir/Getty Í síðustu viku var það tilkynnt í fjölmiðlum vestanhafs að sjálfstætt framhald yrði gert á kvikmyndinni Spring Breakers. Kvikmyndin er eftir Harmony Korine og kom út í fyrra, en hún átti mikilli velgengni að fagna. Spring Breakers skartar Selenu Gomez, Vanessu Hudgens, Ashley Benson og James Franco í aðalhlutverkum og segir frá vinkonum sem lenda í vandræðum eftir kynni sín við eiturlyfjasala að nafni Alien. Nú er komið í ljós að hvorki Franco né Korine koma til með að taka þátt í verkefninu, en Korine gerði garðinn frægan árið 1995 með handriti sínu að kvikmyndinni Kids. Franco birti mynd af sér á Instagram þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni. „Myndin verður gerð án míns samþykkis, eða samþykkis Harmony Korine. Hinn upprunalega Spring Breakers var sköpunarverk Harmony og nú ætla kvikmyndaframleiðendur að notfæra sér frumlega kvikmynd til þess að græða pening á lélegri framhaldsmynd. Ég vil að allir viti að hver sá sem tekur að sér að vinna við þessa mynd er að stökkva um borð í sökkvandi skútu. Myndin verður ömurleg, vegna þess að það er verið að reyna að hafa sköpunargáfu einhvers annars að féþúfu. Getiði ímyndað ykkur ef einhver reyndi að gera framhald af Taxi Driver án þess að Scorsese eða DeNiro myndu samþykkja? Fáránlegt!“ Sjálfstætt framhald myndarinnar, sem heitir Spring Breakers: The Second Coming er byggt á handriti höfundarins Irvine Welsh, sem skrifaði meðal annars handritið af kvikmyndinni Trainspotting. Leikstjóri myndarinnar er Jonas Akerlund, sem er ef til vill hvað best þekktur fyrir að leikstýra tónlistarmyndböndum, til að mynda Ray of Light, eftir Madonnu og Paparazzi eftir Lady GaGa. Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Í síðustu viku var það tilkynnt í fjölmiðlum vestanhafs að sjálfstætt framhald yrði gert á kvikmyndinni Spring Breakers. Kvikmyndin er eftir Harmony Korine og kom út í fyrra, en hún átti mikilli velgengni að fagna. Spring Breakers skartar Selenu Gomez, Vanessu Hudgens, Ashley Benson og James Franco í aðalhlutverkum og segir frá vinkonum sem lenda í vandræðum eftir kynni sín við eiturlyfjasala að nafni Alien. Nú er komið í ljós að hvorki Franco né Korine koma til með að taka þátt í verkefninu, en Korine gerði garðinn frægan árið 1995 með handriti sínu að kvikmyndinni Kids. Franco birti mynd af sér á Instagram þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni. „Myndin verður gerð án míns samþykkis, eða samþykkis Harmony Korine. Hinn upprunalega Spring Breakers var sköpunarverk Harmony og nú ætla kvikmyndaframleiðendur að notfæra sér frumlega kvikmynd til þess að græða pening á lélegri framhaldsmynd. Ég vil að allir viti að hver sá sem tekur að sér að vinna við þessa mynd er að stökkva um borð í sökkvandi skútu. Myndin verður ömurleg, vegna þess að það er verið að reyna að hafa sköpunargáfu einhvers annars að féþúfu. Getiði ímyndað ykkur ef einhver reyndi að gera framhald af Taxi Driver án þess að Scorsese eða DeNiro myndu samþykkja? Fáránlegt!“ Sjálfstætt framhald myndarinnar, sem heitir Spring Breakers: The Second Coming er byggt á handriti höfundarins Irvine Welsh, sem skrifaði meðal annars handritið af kvikmyndinni Trainspotting. Leikstjóri myndarinnar er Jonas Akerlund, sem er ef til vill hvað best þekktur fyrir að leikstýra tónlistarmyndböndum, til að mynda Ray of Light, eftir Madonnu og Paparazzi eftir Lady GaGa.
Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira