Plain Vanilla stendur á bak við QuizUp sem er sá iPhone-farsímaleikur sem hefur vaxið hraðast í sögunni. QuizUp kom síðan út fyrir Android stýrikerfið fyrr á þessu ári.
„Þetta er bara eitt af þessum ævintýrum. Við höfðum verið að vinna að QuizUp í um tvö ár áður en við gáfum leikinn út. Við höfðum alltaf trú á því að þetta gæti orðið nokkuð stór leikur en viðtökurnar hafa verð mun betri en okkur gat dreymt um.“
Áhættufjárfestingafyrirtækið stórtæka Sequoia Capital keypti sig inn í fyrirtækið fyrir hátt í tvær milljónir dala áður en QuizUp var hleypt af stokkunum.
Þorsteinn talar töluvert um samstarf Plain Vanilla við stórfyrirtæki á borð við Coca Cola og Google.

Viðtalið við Þorstein má sjá hér að neðan.